Hákon Arnar Haraldsson er á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2025 – en Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu. 

Kjörinu verður lýst laugardaginn 3. janúar 2026.

Tveir einstaklingar úr röðum ÍA hafa fengið nafnbótina Íþróttamaður ársins, og koma þau bæði úr sundíþróttinni. Guðjón Guðmundsson árið 1972 og Ragnheiður Runólfsdóttir árið 1991. 

Tíu efstu í stafrófsröð

  • Dagur Kári Ólafsson (Fimleikar).
  •  Eygló Fanndal Sturludóttir (Ólympískar lyftingar).
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson (Handknattleikur).
  • Glódís Perla Viggósdóttir (Knattspyrna).
  • Hákon Arnar Haraldsson (Knattspyrna).
  • Hildur Maja Guðmundsdóttir (Áhaldafimleikar).
  • Jón Þór Sigurðsson (Skotfimi).
  • Ómar Ingi Magnússon (Handknattleikur).
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Sund).
  • Tryggvi Snær Hlinason (Körfuknattleikur).

    Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í þriðja sinn. Hákon Arnar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár, er varafyrirliði liðsinsog lék níu leiki með liðinu á árinu. Hann hefur alls leikið 28 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hákon Arnar lék 25 leiki á liðinu tímabili með LOSC Lille í frönsku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Auk þess skoraði hann tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeild UEFA. Hákon hefur leikið frábærlega á nýju tímabili, leikið 15 leiki í deildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Í Evrópudeildinni hefur hann leikið sex leiki og skorað eitt mark.