
Bæjarráð Akranes hefur samþykkt að úthluta tæplega 48 milljónum kr. til stofnana Akraneskaupstaðar veikindaforfalla starfsmanna á síðari hluta ársins 2025.
Á árinu 2025 er kostnaður kaupstaðarins vegna veikinda starfsfólks rétt rúmlega 107 milljónir kr. Frá árinu 2019 hefur þessi kostnaður aldrei verið hærri.

Á fyrri hluta ársins greiddi kaupstaðurinn tæplega 60 milljónir kr. vegna afleysinga vegna veikinda.
Til samanburðar var úthlutað 87,3 milljónum kr. alls á árinu 2024 vegna afleysingakostnaður vegna langtímaveikinda starfsmanna.
Á árinu 2023 var úthlutað 88,6 milljónum kr.
Árið 2017 var þessi upphæð 44,2 milljónir, 67 milljónir kr. árið 2018 og 78 milljónir kr. árið 2019.
Á síðustu sex árum hefur kaupstaðurinn því greitt rúmlega 460 milljónir kr. í kostnað vegna afleysinga sem tengjast veikindum starfsfólks kaupstaðarins.







