
Gunnar H. Ólafsson, sem tilnefndur er sem íþróttamanneskja ÍA 2025, mun keppa með íslenska landsliðinu í pílu á Norðurlandamótinu 2026.
Þetta kemur fram í færslu hjá „Gunna Hó“ á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt bestu heimildum er þetta í fyrsta sinn sem leikmaður úr Pílufélagi Akraness er valinn í íslenska landsliðið.
Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson voru valdir á úrtaksæfingar fyrir landsliðsvalið árið 2025.







