ÍA tapaði naumlega 94-91 gegn toppliði Grindavíkur í Bónusdeild karla í körfuknattleik í kvöld á heimavelli. Úrslitin réðust á lokamínútum leiksins – þar sem að mikið gekk á í baráttuleik. 

ÍA er enn í fallsæti með þrjá sigra eftir 13 umferðir. Leikur liðsins í kvöld lofar góðu fyrir framhaldið. 

Nýr leikmaður ÍA, Bandaríkjmaðurinn Darryll Latrell Morsell skoraði 22 stig og tók 10 fráköst. Skotnýting hans var ekki góð en Morsell kemur með ýmislegt að borðinu fyrir ÍA – hraða og kraft.

Josip Barnjak átti sinn besta leik fyrir ÍA og en hann skoraði 21 stig. 

Jóel Duranona fékk margar mínútur í miðherjastöðunni í kvöld þar sem að Brasilíumaðurinn Victor Bafutto var ekki í leikmannahópnum og Gojko Zudzum er meiddur. Jóel nýtt tækifærið vel og var á meðal bestu leikmanna ÍA í leiknum – sérstaklega í varnarleiknum. Styrmir Jónasson lék einnig vel í vörninni og skoraði 12 stig.