
ÍA er komið í úrslit bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands hjá leikmönnum sem eru í 9. bekk grunnskóla eða yngri.
ÍA og Breiðablik áttust við í undanúrslitum í gær og fór leikurinn fram í AvAir höllinni við Jaðarsbakka. Rúmlega 200 áhorfendur mættu á leikinn og var góð stemning á áhorfendapöllunum.

Leikurinn endaði með 59:51 sigri ÍA og leikur liðið til úrslita gegn liði Fjölnis úr Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍA keppir til úrslita í bikarkeppni KKÍ hjá yngri flokkum.
ÍA sigraði KR í undanúrslitum, 55:49, en sá leikur fór fram í desember.
Meistaraflokks lið ÍA lék til úrslita í bikarkeppni KKÍ árið 1996 og er það í fyrsta sinn sem ÍA hefur leikið til úrslita í bikarkeppni KKÍ í mfl. karla.







