Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi komst áfram í 2. umferð spurningakeppninnar Gettu betur.

Alls eru 27 skólar sem taka þátt en MK situr yfir í fyrstu umferð en skólinn er ríkjandi meistari í keppninni. 

FVA sigraði lið Fjölbrautaskóla Garðabæjar í 1. umferð í spennandi keppni, 24-16.

Sunna Arnfinnsdóttir, Ísólfur Darri Rúnarsson og Morten Ottesen eru í liði FVA. 

Úrslit úr 1. umferð: 

Verzlunarskóli Íslands – Menntaskólinn á Ísafirði 35-13.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla – Menntaskólinn á Tröllaskaga 16-7.
Menntaskólinn við Sund – Verkmenntaskóli Austurlands 20-13.
Menntaskólinn á Akureyri – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 19-14.
Menntaskólinn í Reykjavík-  Kvennaskólinn í Reykjavík 29-26.
Menntaskólinn á Egilsstöðum – Framhaldsskólinn á Laugum 23-12.
Borgarholtsskólinn – Tækniskólinn 22-11.

Úrslit úr eftirfarandi viðureignum í 1. umferð hafa ekki verið birt á síðu RÚV. 

Fjölbrautarskóli Suðurnesja – Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra
Menntaskólinn í Kópavogi – Fjölbrautarskóli Suðurlands
Framhaldsskólinn á Húsavík-  Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum – Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu

Helga Margrét Höskuldsdóttir er spyrill í keppninni, hún tók við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla. Helga hefur um árabil verið tengd Gettu betur sem spurningahöfundur og dómari.

Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason eru spurningahöfundar og Arnar Gunnarsson bætist í teymi spurningahöfunda.