Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista Samfylkingarinnar í sveitastjórnarkosningunum í vor. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skessuhorns og á fésbókarsíðu Valgarðs. 

Valgarður hefur setið í bæjarstjórn Akraness í 12 ár. Hann hefur leitt lista Samfylkingarinnar í tvennum kosningum, 2022 og 2018. 

Frá árinu 2018 hefur hann verið forseti bæjarstjórnar. Hann var kosinn í oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Alþingiskosningunum árið 2021 

Valgarður á farsælan feril að baki sem kennari, en hann hefur starfað við bæði kennslu og stjórnun á Patreksfirði, við Árbæjarskóla, á Flúðum og við báða grunnskólana á Akranesi.