
Miklar endurbætur hafa verið gerðar í Brekkubæjarskóla á undanförnum misserum – og hefur sú vinna haft töluverð áhrif á vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks.
Félagsaðstaða unglingadeildar opnaði á nýju ári og er rýmið glæsilegt eins og sjá má á þessum myndum frá skólanum.

„Brauðsalan“ fékk nýtt rými og Foreldrafélag Brekkubæjarskóla gaf glæsilegt billiardborð sem er í stanslausri notkun ásamt píluspjöldum, borðtennisborðum, fótboltaspili, taflborðum og borðspilum sem er að finna í félagsaðstöðunni.








