Í tilefni af Írskum vetrardögum á Akranesi stendur Byggðasafnið í Görðum fyrir sýningunni Keltnesk arfleifð á Vesturlandi.
Á sýningunni er m.a. fjallað um hverjir keltarnir voru, ástæður þess að þeir flúðu og námu land á Íslandi, keltneska kristni, keltneska menningararfleið, Donald Trump og margt, margt fleira.
Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og verður a.m.k. opin út maí. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnun sýningarinnar.