Nemendur á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fóru á kostum í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fram fór í Flensborg í Hafnarfirði. Þau gerðu sér lítið fyrir og enduðu í öðru sæti fyrir þetta framlag sem má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Stórkostlega vel gert hjá nemendunum og við hér á skagafrettir.is óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og myndbandið – sem segir alla söguna.