Helgi Jónsson á leiðinni í fótbolta ævintýri í Saint Mary’s í Kaliforníu

Einar Logi Einarsson skrifar:

Helgi Jónsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, er á leiðinni til Kaliforníu í Bandaríkjunum í haust þar sem hann mun setjast á skólabekk í Saint Mary’s College. Helgi er hópi margra íslenskra ungmenna sem fær tækifæri að sameina áhugamálið og nám en Helgi mun leika með knattspyrnuliði Saint Mary’s College.

Skagafréttir.is ræddi við Helga um ferlið á bak við það að komast í virtan bandarískan háskóla án þess að greiða full skólagjöld.

Ég er búinn að hafa áhuga á því að fara út síðan Andri Geir Alexandersson frændi minn spilaði þarna í háskólaboltanum. Mér hefur síðan þá alltaf þótt þetta mjög spennandi og hef í rauninni alltaf stefnt á þetta. Ég hafði samband við hann Brynjar hjá Soccer and Education USA sem leiddi mig alveg í gegnum þetta ferli.  Ég þurfti að gera myndband úr leikjum til að geta sent út.  Síðan sá Brynjar um að passa uppá að ég skilaði öllu sem ég þurfti að skila og að allt væri í lagi sem ég sendi út.  Ég þurfti síðan að taka bæði SAT og TOEFL prófin sem að gengu bara ágætlega.

„Þetta ferli getur tekið mjög langan tíma og því mikilvægt að byrja ekki of seint.  Það er gott að gefa sér ár í þetta til að vera ekki í neinu stressi. “

Varstu lengi að vinna í þessu og
komu margir skólar til greina?

„Ferlið getur tekur langan tíma og maður þarf að senda allskonar pappíra og svara fullt af spurningum og fleira.  Í lok janúar fékk ég að vita að Saint Mary’s College of California hefði áhuga á að fá mig og varð ég mjög spenntur fyrir því eftir að hafa googlað hann og skypeað við þjálfarann. Eftir sýningarleikinn sem Brynjar stóð fyrir, þar sem hellingur af þjálfurum komu að horfa, spjallaði ég við nokkra þjálfara sem síðan höfðu aftur samband við mig í e-maili.  Ég skype-aði síðan þrjá þeirra og fékk eitt símtal næstu vikuna eftir leikinn.  

Á tímabili var mjög erfitt að velja enda bjóst ég ekkert við því að hafa úr svona miklu að velja.  Fyrir leikinn vonaðist ég bara eftir að fá kannski eitt tilboð til að pressa á Saint Mary’s til að bjóða góðan styrk.

17555431_1307814236003919_2106949817_n

Innst inni langaði mig alltaf mest til að fara í Saint Mary’s bæði vegna þess að þeir eru bæði góðir í fótbolta og námslega séð.  Mér fannst það líka vera stór plús að skólinn sé einkaskóli því þá eru færri nemendur í tíma og auðveldara að læra og fá hjálp frá kennurunum.  Það má búast við því að allavega fyrsta önnin verði mjög erfið vegna þess að maður er ekki vanur að læra á ensku og því er gott að geta fengið sem mesta hjálp.

Hvað felst í því í því að fá háskólastyrk?
Það fer náttúrulega eftir því hvað maður fær háan styrk.  En í 100% styrk er maður að fá skólagjöldin, húsaleiguna, skólabækurnar og matinn greiddan fyrir það að spila fótbolta fyrir skólann.

Skólinn og svæðið sem þú ferð til, hvað veistu um þessa hluti?
„Skólinn er í Moraga í Kaliforníu rétt fyrir utan San Francisco.  Í Moraga búa 16.000 manns og svo er voða fínt veður þar.  Í San Francisco er síðan margt spennandi að sjá t.d. Golden Gate Bridge, Alcatraz og síðan hægt að kíkja á Oracle Arena á leik hjá Golden State Warriors í NBA.“     

Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir fótbolta?
„Þegar ég var 6 ára þá mætti ég með Árna Þóri vini mínum á æfingu til að prufa og síðan þá hef ég verið í þessu.  Ástæðan fyrir því að maður er ennþá í þessu í dag er bæði hvað þetta er gaman og svo bara uppá þennan geggjaða félagsskap.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Vakna í kringum 6:45 og fer í sturtu og fæ mér morgunmat.  Legg af stað í skólann ca. 7:20 eftir að hafa náð í Arnar Frey sem fer með mér flesta morgna.  Ég er oftast búinn í skólanum í kringum þrjú leitið.  Ég fer síðan á æfingu um fimmleytið og kominn heim um hálf átta.  Þá læri ég ef ég þarf að skila einhverju annars „chilla“ ég bara.“   

Hversu oft í viku æfir þú?
„Í venjulegri viku æfi ég fjórum sinnum og spila oftast leik um helgar.“  

Hvað er skemmtilegast við fótboltann?
„Það er fátt skemmtilegra en að spila fótbolta með góðum vinum og þegar liðinu gengur vel.„  

Framtíðardraumarnir í fótboltanum?
„Ég er í rauninni ekki með nein plön eftir háskólann en það er alltaf gaman að spila með Kára.“   

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótbolta?
„Aðallega fjölskylda, vinir og ferðast.“

Ertu hjátrúarfullur? Ef svo er hvernig?
„Nei ég get ekki sagt það.“

Staðreyndir:
Nafn: Helgi Jónsson.
Aldur: 19 ára.
Skóli: Verzlunarskóli Íslands.
Bekkur: 6-I.
Besti maturinn: Lambalæri.
Besti drykkurinn: Vit-Hit.
Besta lagið/tónlistin: Almost Famous með G-Eazy hefur alltaf verið í uppáhaldi.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarspþættir)
Ekki neitt eins og er en þarf að fara finna mér eitthvað skemmtilegt.  

Ættartréð:
Foreldrar Helga eru  Vilborg Helgadóttir og Jón Þór Þorgeirsson. Helgi á þrjár systur; Eva María Jónsdóttir (18), Sigrún Dóra Jónsdóttir (11), Ásrún Jónsdóttir (8).