Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, var „naglhreinsaður“ s.l. föstudag þar sem fjarlægðar voru skrúfur og ýmsir aðrir málmhlutir úr fæti hans. Sævar Freyr lenti í alvarlegu slysi í Vestmannaeyjum í júní árið 2015. Í færslu á fésbókinni segir Sævar að hann stefni að því að haltra og ætlai að spila golf á ný í sumar.
Ég er búinn að vera alveg bæklaður síðan í júní í fyrra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sem slasaðist illa við sprang í Vestmannaeyjum. Í viðtali við DV frá því í febrúar árið 2016 lýsir Sævar Freyr slysinu en hann beinið fyrir neðan vinstra hnéð splundraðist í 50-60 hluta og hann fór í viðamikla aðgerð í kjölfarið.
Hér fyrir neðan má sjá þá hluti sem fjarlægðir voru úr fæti Sævars Freys.
Hér má lesa viðtalið í heild sinni í DV: