Um 300 iðkendur frá Fimleikafélagi Akraness tóku þátt í glæsilegri vorsýningu sem fram fór 1. apríl s.l. Guðmundur Bjarki Halldórsson sýndi líkt og fimleikakrakkarnir snilldartilþrif með myndavélina á sýningunni. Bjarki tók þessar myndir sem segja allt sem segja þarf um þessa frábæru sýningu. Tilfinningar var þemað í sýningunni og var gleðin þar við völd eins og sjá má. Vel gert FIMA og til hamingju öll sömul.