Valdís Harpa Reynisdóttir kom sá og sigraði á Andrésar Andar leikunum sem fram fórum um síðustu helgi í Hlíðarfjalli á Akureyri. Valdís, sem er ellefu ára gamall nemandi í Grundaskóla fékk gullverðlaun í brettastíl og hún varð í þriðja sæti í brettakrossi.
Valdís Þóra leggur mikið á sig í íþróttinni en hún fer eins oft og hún getur á æfingar í Bláfjöllum hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar. Hún æfir einnig fimleika á Akranesi og spilar á píanó og það er því nóg að gera hjá þessari hæfileikaríku stúlku.
Skagafréttir lagði nokkrar spurningar fyrir Valdísi.
Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir og keppir á snjóbretti?
„Bróðir minn fékk snjóbretti þegar við bjuggum í Noregi og þá langaði mig líka í snjóbretti. Bróðir minn fór að æfa í Noregi og þá langaði mig líka að æfa. Þar keppti ég líka á mótum. Þegar ég flutti til Íslands þá byrjaði ég að æfa hér. Ég æfi núna með BFH (Brettafélagi Hafnarfjarðar).
Andrésar Andar leikarnir, hefur þú tekið þátt áður?
„Já í fyrra, og lenti þá í 2. sæti í brettastíl.“
Kepptir þú í mörgum greinum?
„Ég keppti í brettastíl og brettakross.“
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Ég vakna og fer í skólann, eftir skóla fer ég heim, eða í píanó, snjóbrettaæfingu eða fimleikaæfingu. Svo læri ég þegar ég kem heim.“
Hversu oft í viku æfir þú?
„Ég æfi snjóbretti einusinni til tvisvar í viku ef það er opið í Bláfjöllum.“
Hvað er skemmtilegast við íþróttina?
„Að stökkva og reila.“
Framtíðardraumarnir í íþróttinni?
„Að keppa á Ólympíuleikunum.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í keppni?
„Að lenda í fyrsta sæti á Andrésar Andar leikunum..“
Hvert er vandræðalegasta atvikið hjá þér í keppni?
„Ekkert. Það er bara cool að detta, þá lærir maður líka meira.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan snjóbrettið?
„Fara hestbak í sveitinni, fimleikar og veiða.“
Ertu hjátrúarfull? Ef svo er hvernig?
„Nei.“
Staðreyndir:
Nafn: Valdís Harpa Reynisdóttir.
Aldur: 11 ára.
Skóli: Grundaskóli.
Bekkur: 5. VS.
Besti maturinn: Kjötbollur, hamborgari og pizza.
Besti drykkurinn: Mix og appelsín
Besta lagið/tónlistin. Perfect með Ed Sheeran
Á hvað ertu að horfa þessa dagana?: Pokemon Go og Planet Earth.
Ættartréð:
Pabbi: Reynir Georgsson 40 ára.
Mamma: Dagný Ósk Halldórsdóttir 39 ára.
Bróðir: Halldór Vilberg Reynisson: 17 ára.