Verður þú gulur og glaður í sumar? – ársmiðasalan byrjuð

Það líður að fyrsta heimaleik ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en fyrsti leikurinn er gegn FH sunnudaginn 30. apríl á Norðurálsvellinum. Keppni í næst efstu deild kvenna hefst um miðja maí þar sem ÍA leikur á heimavelli sinn fyrsta leik. Stuðningsmenn ÍA nær og fjær geta stutt við bakið á liðinu með því að kaupa sér ársmiða á Norðurálsvöllinn.

Óhætt er að segja að mörg áhugaverð tilboð séu í gangi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að kaupa ársmiða á skrifstofu félagsins, en þeir verða afhentir í miðasölunni á fyrsta heimaleik í Pepsideildinni á sunnudaginn. Miðasalan opnar kl. 16:00 og það borgar sig að mæta tímanlega segir í

Miðaverð á leikina í 1.deild kvenna í sumar er kr. 1.500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 16 ára.
Miðaverð á leikina í Pepsideild karla í sumar er kr. 2.000 fyrir fullorðna en frítt fyrir yngri en 16 ára.

Hér að neðan má sjá þau tilboð sem eru í gangi en að vanda munum við bjóða uppá Gull-, Silfur- og Bronsmiða á leikina hjá strákunum og ársmiða á leikina hjá stelpunum og Skagahjartað, sem veitir aðgang að öllum deildarleikjum meistaraflokks kvenna og karla.

Skagahjartað:
•Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla og 1. deild kvenna
•Stuðningsmannaskírteini með nafni og mynd
•Kaffi í hálfleik í vallarsjoppunum gegn framvísun skírteinis
•Fréttabréf í tölvupósti fyrir alla heimaleiki
•10% afsláttur í Errea-búðinni í Kópavogi (gildir ekki með öðrum tilboðum)
•Réttur til að kaupa miða á lokahóf Knattspyrnufélags ÍA ef húsrúm leyfir (1 miði á mann)
•Verð: 25.000 kr.
ÍA-hettupeysa fylgir með á meðan birgðir endast

Kvennagull – Ársmiði í 1. deild kvenna:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í 1. deild kvenna.
• Verð 8.000.-

Ársmiðar í Pepsideild karla:
Brons:
•Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
•Verð: 16.000 kr.
•Brons ársmiði + Kvennagull 20.000 kr.

Silfur
:
•Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
•Kaffi og meðlæti í hálfleik.
•Verð: 25.000 kr.
„ÍA-húfa fylgir með keyptum silfurmiðanum á meðan birgðir endast.

Silfur ársmiði + Kvennagull 30.000 kr.

Gull:
•Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
Hamborgari og gos í hátíðasalnum fyrir leik.
•Kaffi og meðlæti í hálfleik.
•Takmarkað magn miða (hámark 50 miðar á ári)
•Verð: 50.000 kr.
„ÍA-húfa og miði fyrir einn á lokahóf KFÍA fylgir með seldum Gullmiðum á meðan birgðir endast. “
Hægt er að skipta greiðslunni fyrir þessa leið í tvennt ef greitt er með kreditkorti.
Ef keyptir eru tveir gullmiðar á sama heimili 25% afsláttur af seinni miðanum

Gull ársmiði + Kvennagull 55.000 kr.
Við hvetjum alla kaupendur ársmiða til að skrá sig á póstlista hér.

Miðasala er á skrifstofu KFÍA, einnig er hægt að panta miða á [email protected]
eða í síma 433-1109 og svo verða þeir að sjálfsögðu til sölu í miðasölunni fyrir leikinn á sunnudaginn.

Opnunartími skrifstofu mán-föstudaga 9-15.

Allir á völlinn – styðjum stelpurnar og strákana.

Áfram Skagamenn!