Stærðfræðisnillingar úr Brekkubæjarskóla

Nemendur úr Brekkubæjarskóla fóru á kostum í stærðfræðikeppni sem fram fór í  Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum. Brekkubæjarkrakkarnir höfnuðu í tíu efstu sætunum í sínum árgangi og 13 af þeim 30 nemendum sem enduðu í efstu sætunum í þessari keppni. Frábær árangur hjá nemendunum.

Verðlaunaafhendingin fór fram í páskafríinu og fáir sem komust á hana og síðan voru frí og veikindi en loksins kom að því að allir voru mættir nema einn, hann Arnar Reyr, og þá var myndavélin dregin fram segir í frétt á fésbókarsíðu Brekkubæjarskóla.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum árgangi.

Í 8. bekk varð Hekla Arnardóttir í 1. sæti.

Í 10. bekk varð Brynhildur Traustadóttir í 3. sæti og Andri Axelsson í 1. sæti.

Andri vann það afrek að fá 95 stig af 100 mögulegum. Samkvæmt heimildum skagafrettir.is hafa þrír nemendur frá Akranesi náð 100 stiga árangri en það er afar sjaldgjæft að ná slíkum árangri.

18209216_1609110305769215_7897916685560542890_o