Tryggvi Björnsson missir varla úr dag þegar kemur að því að synda og hann mætir stundvíslega kl. 6 á hverjum morgni í Jaðarsbakkalaug.
Starfsfólk Jaðarsbakkalaugar og fjölskyldumeðlimir tóku vel á móti Tryggva í morgun þegar hann mætti að venju til þess að synda.
Tryggvi fagnar 90 ára afmæli sínu í dag en hann er fæddur 1. júní árið 1927. Hann er einn af frumkvöðlum Íslands þegar kemur að sjósundi og synti hann reglulega í marga áratugi á Langasandi.
Við hér á skagafrettir.is óskum sundgarpinum Tryggva og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með stóra daginn.