Tveir Skagamenn verða í U-21 árs landsliði Íslands sem keppir gegn Englendingum ytra þann 10. júní. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albert Hafsteinsson verða í liðinu en um er að ræða vináttuleik. Eyjólfur Sverrisson er þjálfari liðsins og Tómas Ingi Tómasson er aðstoðarþjálfari.
Albert, sem hefur leikið vel með ÍA í sumar, hefur ekki leikið með U-21 árs liðinu áður en hann er einn af sjö nýliðum sem eru í hópnum.
Tryggvi á að baki tvo leiki leik með 21 árs landsliðinu og skorað eitt mark. Sóknarmaðurinn hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína að undanförnu og fékk hann m.a. tækifæri með A-landsliðinu í vináttuleik gegn Mexíkó í vetur.