Það er stór hópur knattspyrnudrengja við æfingar á vegum Knattspyrnusambands Íslands þessa dagana á Akranesi undir stjórn Skagamannsins Dean Martin.
Um er að ræða úrtökumót fyrir drengi sem eru fæddir árið 2002. Hópurinn dvelur á heimavist Fjölbrautaskóla Akraness og í matsal skólans fá þeir máltíðir. Úrtökumótið hófst á mánudaginn og því lýkur föstudaginn 16. júní. Tveir leikmenn úr ÍA eru á meðal þeirra sem eru í hópnum, þeir eru Ísak Örn Elvarsson og Oliver Stefánsson.
Alls voru 30 leikmenn valdir í hópinn – en kjarninn úr þessu liði mun skipa U-17 ára landslið Íslands í framtíðinni.
Arnór Gauti Jónsson Afturelding
Róbert Orri þorkelsson Afturelding
Ólafur Guðmundsson Breiðablik
Vihelm Þráinn Sigurjónsson Breiðablik
Andri Fannar Baldursson Breiðablik
Gunnar Heimir Ólafsson Breiðablik
Baldur Logi Guðlaugsson FH
Jóhann Þór Arnarsson FH
Heiðmar Gauti Gunnarsson FH
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson Fjölnir
Orri Hrafn Kjartansson Fylkir
Ólafur Kristófer Helgason Fylkir
Valgeir Valgeirsson HK
Breki Muntaga Jallow HK
Oliver Stefánsson ÍA
Ísak Örn Elvarsson ÍA
Viktor Smári Elmarsson KA
Alexander Fryderyk Grybos Keflavík
Helgi Bergmann Hermannsson Keflavík
Sebastían Frey Keflavík
Valdimar Daði Sævarsson KR
Bjarki Þór Björnsson Stjarnan
Sigurður Dagsson TeBe
Tóbías Ingvarsson TeBe
Jón Gísli Eyland Tindastóll
Danny Tobar Valencia Valur
Kristófer André Kjeld Cardoso Valur
Guðmundur Arnar Svavarsson Vestri
Elmar Þór Jónsson Þór
Baldur Hannes Stefánsson Þróttur R.