Leikmenn Kára gefa ekkert eftir og styrktu stöðu sína á toppnum

Það gengur vel hjá Knattspyrnufélaginu Kára frá Akranesi í 3. deild karla. Liðið er með sex stiga forskot í efsta sæti deildarinnar eftir góðan 4-0 sigur á Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar á Ólafsfirði um helgina.

Með sigrinum er Kári með 30 stig en KF er í öðru sæti með 24 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Markatalan er glæsileg hjá Kára því félagið hefur skorað 38 mörk en aðeins fengið á sig 9.

Alexander Már Þorláksson var á skotskónum í þessum leik og skoraði hann þrennu. Mörkin komu á 4., 89. og 93. mínútu, Páll Sindri Einarsson skoraði eitt mark fyrir Kára á 9. mínútu.


Næstu leikir Kára:

Föstudagur. 18. ágúst. kl.18:30
Kári – KFG Norðurálsvöllurinn

Fimmtudagur. 24. ágúst. kl. 18:00
Reynir S. – Kári Sandgerðisvöllur

Sunnudagur 3. sep.  kl. 14:00
Kári – Einherji Norðurálsvöllurinn

Sunnudagur 10. sep. kl. 14:00
Ægir – Kári Þorlákshafnarvöllur

Laugardagur. 16. sep. kl. 14:00
Kári – Dalvík/Reynir Norðurálsvöllurinn