Kvennalið ÍA í knattspyrnunni sigraði Selfoss á útivelli í gær í næst efstu deild Íslandsmótsins. Sigurinn kom flestum á óvart þar sem að Selfoss er í efsta sæti deildarinnar en ÍA var í 6. sæti fyrir leikinn. Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði eina mark leiksins og með sigrinum færðist ÍA upp í 5. sæti deildarinnar. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá ÍA sem hefur nú unnið 6 leiki á tímabilinu, tapað 7 og gert 2 jafntefli.
Næsti leikur ÍA er gegn Þrótti Reykjavík á heimavelli þann 26. ágúst.