Það var góð mæting á íbúaþing um farsæl efri ár sem fram fór í Grundaskóla s.l. miðvikudag. Á heimasíðu Akraneskaupstaðar er greint frá því að allt hafi tekist vel en Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun ehf. stýrði þinginu.
Góðar umræður voru á þinginu sem var með þjóðfundarfyrirkomulagi og verða niðurstöður birtar í lok október.
Þær verða nýttar til stefnumótunar í þessum málaflokki.
Markmið íbúaþingsins var að leita svara við eftirfarandi spurningum:
Hvað er gott við að eldast á Akranesi?
Hvernig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast?
Hvernig getur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum?
Hvað getum við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum?
Á akranes.is er að finna myndasyrpu frá þinginu sem Jónas Ottósson tók.