Guðmundur Örn Björnsson úr íþróttafélaginu Þjóti á Akranesi stóð efstur á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í einstaklingskeppni í boccia.
Mótið fór fram á Húsavík var framkvæmdin í höndum bocciadeildar Völsungs.
Gleðigjafinn hann Addi eins og Skagamenn kalla Guðmund Örn stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu.
Heimamaðurinn úr Völsungi, Sverri Sigurðssyni, varð annar og Kristín Ólafsdóttir úr Eik varð þriðja.
Við óskum Adda innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Kristján Þór Magnússon sveitastjóri Norðurþings og Skagakonan Áslaug Guðmundsdóttir sem er búsett á Húsavík ræða hér við Adda á Íslandsmótinu.