Alexander Már Þorláksson var kjörinn besti leikmaður Kára á lokahófi félagsins sem fram fór s.l. laugardag. Kristófer Daði Garðarsson var valinn efnilegastur en hann gat ekki verið viðstaddur þar sem hann stundar nám í Bandaríkjunum þessa stundina.
Alexander skoraði alls 17 mörk í 3. deildinni í sumar og var jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar. Kári sigraði í 3. deildinni og leikur í 2. deild á næsta keppnistímabili.
Frá vinstri: Alexander Már, Oliver Darri Bergmann tók við bikarnum fyrir hans hönd og Lúðvík Gunnarsson þjálfari Kára en hann heldur á bikarnum fyrir sigur Kára í 3.deild 2017.