Sigurmon Hartmann Sigurðsson og Hreinn Elíasson hans í hljómsveitinni Kajak sendu nýverið frá sér nýtt lag.
Í tilkynningu frá Kajak segir að með þessu lagi sé leitað í hlýrra og sólríkara sánd – sem er ekkert skrítið þegar tónlistarmenn sem eiga ættir að rekja á „Flórída-Skagann“ eiga í hlut.
„Þetta lag markar ákveðna breytingu yfir í hlýrra og sólríkara sound sem mun koma svo skýrara fram í framtíðinni. Lagið er einskonar óður til dansins og þeirra stemningu sem myndast þegar fólk kemur saman að skemmta sér. Það eiga margir sitt uppáhalds fyrirpartýs-lag sem kemur manni í fíling og „Kingdom Of Dance” er einmitt samið undir slíkum kringumstæðum,“ segir í tilkynningu frá Kajak.
Kajak á ættir að rekja á Akranes.
Sigurmon Hartmann er sonur Kolbrúnar Söndru Hreinsdóttur og Sigurður Jónssonar knattspyrnumanns –
sem eru bæði búsett á Akranesi.Hreinn Elíasson er bróðursonur Kolbrúnar. Skagamaðurinn Elías Hartmann Hreinsson, er faðir hans og Halldóra Halla Jónsdóttir frá bænum Gröf er móðir Hreins.