Hallgrímur Ólafsson, Skagamaður og leikari, er eins og margir vita oft aðeins utan við sig og gleyminn – líkt og gengur og gerist hjá hugmyndaríkum einstaklingum.
Matthildur Matthíasdóttir, kærasta Hallgríms, skrifar ávallt ítarlegt handrit fyrir Hallgrím þegar hún fer af landi brott – og er þetta því mikilvægasta handritið sem Halli Melló er að vinna með í augnablikinu. Hallgrímur þarf sem sagt að sjá um að allt gangi upp á meðan Matthildur er erlendis.
Í dag, miðvikudaginn 25. okt, þarf Halli Melló m.a. að muna að láta EFH læra heima, lesa og skrifa. Á fimmtudaginn, 26. okt, er Halli Melló á æfingu 10-16 og Risaeðlurnar á dagskrá um kvöldið….