Björgunarfélag Akraness hafði í nógu að snúast í gær þegar óveður gekk yfir SV-horn landsins. Þakplötur, trampólín og ýmislegt annað lauslegt var á meðal þess sem Björgunarfélagið þurfti að eiga við í hvassviðrinu.
Þakplötur úr Sementsverksmiðjunni losnuðu og var lokað fyrir alla umferð á Faxabraut og Suðurgötu. Lögreglan á Akranesi mælti með því að fólk héldi sig innan dyra á meðan veðrið gekk yfir.
Myndirnar sem eru hér fyrir neðan eru frá Björgunarfélagi Akraness.