Árgangur 1984 vakti mesta athygli á Árgangamóti ÍA fyrir glæsilega búninga sem liðið hafði látið framleiða sérstaklega fyrir mótið.
Helgi Pétur Magnússon, fyrrum leikmaður ÍA, er hugmyndasmiðurinn. Leikmenn úr hinu sigursæla ÍA liði frá árinu 1984 voru í aðalhlutverki í nafnavalinu á bakhliðinni en liðið varð tvöfaldur meistari á árinu 1984. Og varð þar með báða titlana frá árinu 1983.
Árgangur 1984 var í landsliðsbúningum líkt og leikið var í árið 1984 enda um „landslið“ leikmanna að ræða sem skipaði ÍA liðið á þessum tíma. Að sjálfsögðu var Hörður Helgason, sem var þjálfari ÍA á þessum tíma, mættur í Akraneshöllina í gær til þess að taka þátt í þessu verkefni. Vel gert árgangur 1984 – þið unnuð þessa búningakeppni með stæl.