Árgangamót Knattspyrnufélags Akraness fór fram í dag í Akraneshöllinni. Árgangamót ÍA var haldið í fyrsta skipti í desember árið 2011. Mótið í ár var því það 14. í röðinni. Hér fyrir neðan eru myndir frá skagafrettir.is Smelltu hér fyrir myndasafnið:
Bæjarráð hefur samþykkt að Akraneskaupstaður taki lán upp á rúmlega 533 milljónir vegna aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Það eru mörg verkefni sem eru í gangi hjá Akraneskaupstað – og má þar nefna endurbætur á báðum grunnskólunum, nýframkvæmdir í leikskóla – og íþróttahúsi –...
Kaffihús verður opnað í Stúkuhúsinu í byrjun desember á þessu ári.Samningur þess efnis var undirritaður í þessari viku. Díana Bergsdóttir stendur á bak við verkefnið. Stúkuhúsið var upphaflega byggt sem hlaða og fjós um 1916 og stóð við Háteig 11.Stúkan Akurblóm nr. 3, sem starfaði á Akranesi...
Aðsend grein um málefni Jaðarsbakka: Setjum okkur í spor þeirra 10 drengja sem söfnuðust saman 26. maí árið 1922 í kálgarði á Akranesi, í þeim tilgangi að eignast leikfang, fótbolta, sem þeir keyptu með því að leggja hart að sér við fiskvinnslu og öðrum störfum....
Aðsend grein um málefni Jaðarsbakka: Augljóst er af skrifum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og framkvæmdir á Jaðarsbökkum að sitt sýnist hverjum. Undirritaðir hafa um áratugaskeið unnið að íþróttamálum á Akranesi af þeirri hugsjón að vel sé búið að íþróttum á Akranesi og að Jaðarsbakkasvæðið og Langisandur verði áfram...
Gabríel Snær Gunnarsson, Jón Breki Guðmundsson, Styrmir Jóhann Ellertsson og Birkir Hrafn Samúelsson tóku þátt með íslenska U-17 ára landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fór hér á landi.Íslenska liðið, undir stjórn Skagamannsins, Lúðvíks Gunnarssonar, náði að komast áfram úr riðlinum sem leikinn var hér á...
Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði nýverið viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi.Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins: Í byrjun...
Karlalið ÍA sigraði lið Snæfells frá Stykkishólmi í gær, 94-79, í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik. Þetta var fjórði sigur ÍA í röð og er liðið í efsta sæti með 4 sigra og 1 tap. Í síðustu viku lagði ÍA lið Skallagríms í Borgarnesi...
Aðsend grein um verkefnið á Jaðarsbökkum: Skýr framtíðarsýn fyrir Akranes: Af hverju verkefnið á Jaðarsbökkum mun gagnast bæjarfélaginu og íþróttasamfélaginu Umræðan um fyrirhugað hótelverkefni á Jaðarsbökkum hefur vakið upp deilur, þar sem sumir eru andvígir hugmyndinni aðallega vegna þeirra breytinga á íþróttamannvirkjum og almenningsrými við Langasand sem...
Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.Listinn er þannig skipaður:1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi5. Kristján...