Fyrirtækið Röst hefur óskað eftir leyfi til að dæla þrjátíu tonnum af vítissóda í sjóinn við Hvalfjörð.Vítissódinn verður leystur upp í vatni svo úr verða 200 tonn sem dælt verður í sjóinn. Með þessu vill Röst kanna hvort aðgerðin geti aukið upptöku sjávar á koldíoxíði...
Á fundi Skipulags – og umhverfisráðs Akraness þann 3. mars s.l. var greint frá því að Vegagerðin væri að undirbúa endurbætur á sjóvarnargörðum á Akranesi. Eins og komið hefur fram áður varð mikið tjón víðsvegar á Akranesi vegna hárrar sjávarstöðu samhliða aftakaveðri.Í fundargerð ráðsins kemur...
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Preston North End gegn Portsmouth í næst efstu deild ensku knattspyrnunnar um helgina. Markmið skoraði Stefán Teitur rétt fyrir leikslok – og eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan gerði landsliðsmaðurinn vel í erfiðri stöðu. Hann...
Verkalýðsfélag Akraness og Elkem á Íslandi hafa skrifað undir nýjan kjarasamning. Frá þessu er greint á vef VLFA. Þar kemur fram að samningaviðræðurnar hafi verið krefjandi og er formaður félagsins, Vilhjálmur Birgisson, sáttur með niðurstöðuna. Í tilkynningunni kemur fram að á fyrsta ári er samningurinn í anda þess...
Hinrik Harðarson, sóknarmaðurinn efnilegi, mun ekki leika með karlaliði ÍA í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Hinrik er genginn í raðir elsta knattspyrnufélags Noregs, Odd BK, en ÍA og norska félagið komust að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum nýverið. Hinrik kom til ÍA frá Þróttir Reykjavík...
Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í leikmannahópi U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu – sem leikur í milliriðli Evrópumótsins í Póllandi dagana 17.- 26. mars 2025. Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins. Birkir Hrafn Samúelsson, Gabríel Snær Gunnarsson, Styrmir Jóhann Ellertsson og Jón Breki Guðmundsson...
Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur í Garða – og Saurbæjarprestakalli, mun stunda nám við guðfræðideild Duke háskólans í Bandaríkjunum frá og með næsta hausti. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Þráins – en þar óskar hann eftir traustum leigjendum í hús fjölskyldunnar við Jörundarholt. Þráinn fer í námsleyfi...
Það var mikil gleði í íþróttahúsinu við Vesturgötu í kvöld þegar ÍA tók á móti Ármenningum í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta.Áhorfendapallarnir voru troðfullir – og gestir skemmtu sér konunglega þar sem að leikmenn ÍA stóðust prófið leik sem skipti samfélagið miklu máli. Fyrir leikinn...
„Jæja þá er ekki aftur snúið! Besta og skemmtilegasta starf sem hugsast getur er laust. Brekkófjölskyldan er einfaldlega best og ég mun kaupa upp lagerinn á Íslandi af táraklútum í maí,“ skrifar Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi í færslu á fésbókarsíðu sinni. Í dag var...
Markvörður ÍA, Árni Marinó Einarsson, hefur samið við félagið til næstu þriggja ára. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Knattspyrnufélags ÍA. Árni Marinó kom til ÍA sem unglingur þegar fjölskylda hans flutti á Akranes en hann hafði áður leikið með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Samningurinn gildir út leiktíðina...