Ingimar Elí Hlynsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, sem hefur gegnt þessu starfi frá því í mars á síðasta ári, sagði starfinu sínu lausu vegna flutninga erlendis. Ingimar Elí tekur við starfinu þann 1. desember á þessu ári.Í tilkynningu frá KFÍA...
Trésmiðjan Akur er eitt elsta fyrirtækið á Akranesi. Frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1959 hafa á annað hundrað nemar í húsa – og húsgagnasmíði lokið sveinsprófi hjá fyrirtækinu.Fyrr í sumar luku tveir starfsmenn Akurs, Vigfús Kristinn Vigfússon og Jóhann Snorri Marteinsson, sveinsprófi í...
Kvennalið ÍA landaði góðum 3-2 sigri í gær í næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. ÍA lék gegn ÍR á útivelli og skoraði Erla Karitas Jóhannesdóttir öll þrjú mörk ÍA. Erla Karitas skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir...
Kylfingurinn Matthías Þorsteinsson sló draumahöggið á Garðavelli á Akranesi þann 30. júlí s.l. Matthías er félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni. Hann sló með 9-járni á 3. holu Garðavallar og fór boltinn ofaní holuna. Matthías er þar með félagi í Einherjaklúbb Íslands. Það geta ekki allir verið Einherjar og...
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu, hefur valið 20 manna hóp til þátttöku í Telki Cup æfingamóti sem fram fer í Ungverjalandi dagana 12.-18.ágúst næstkomandi.Þrír leikmenn úr röðum ÍA eru í hópnum: Birkir Hrafn Samúelsson, Styrmir Jóhann Ellertsson og Gabríel Snær Gunnarsson. Hópurinn er þannig...
Alls eru 40 lóðir lausar til úthlutunar hjá Akraneskaupstað.Um er að ræða 21 einbýlishúsalóðir, 10 raðhúsalóðir og 9 fjölbýlishúsalóðir. Samtals 40 lóðir og um 190 íbúðir. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að umsóknarfrestur verði frá 31. júlí – 31. ágúst.Eftirtaldar lóðir eru tilbúnar til afhendingar...
Rúmlega 130 keppendur frá ÍA tóku þátt á REY Cup mótinu sem er fjölmennasta knattspyrnumótið fyrir iðkendur í 3. og 4. flokki. ÍA sendi til leiks 3 lið í 3. flokk karla, 5 lið í 4. flokki karla og 2 lið í 4. fl. kvenna. 3....
Körfuknattleiksfélag ÍA hefur á undanförnum vikum samið við leikmenn fyrir komandi tímabil í næst efstu deild Íslandsmótsins. Óskar Þór Þorsteinsson mun þjálfa liðið en hann var áður þjálfari Þórs á Akureyri. Leikmennirnir sem ÍA hefur samið við eru:Victor Bafut, sem er 2.08 metrar á hæð, með...
Káramenn hafa staðið sig vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu og Fótbolti.net bikarsins.Kári leikur í átta liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins á útivelli gegn liði Tindastóls – og fer leikurinn fram á Sauðárkróki 6. ágúst. Liðið er í efsta sæti 3. deildar Íslandsmótsins eftir 13 umferðir. Kári er...
Gunnar H. Ólafsson mun keppa við bestu pílukastara landsins í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.Sýnt verður frá öllum leikjum úrvalsdeildarinnar á Stöð 2. Gunnar mun keppa á Sviðinu á Selfossi þann 2. nóvember og í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þann 9. nóvember.