Karlalið ÍA sigraði í dag lið Aftureldingar úr Mosfellsbæ í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Akranesvelli þar sem að Skagamenn skoruðu 3 mörk gegn 1 marki Aftureldingar. Ómar Björn Stefánsson skoraði tvívegis fyrir ÍA og Viktor Jónsson skoraði einnig fyrir Skagamenn. Með sigrinum þokaði ÍA sér úr neðsta sæti deildarinnar og hafði sætaskipti...
Um miðjan október fer fram fjölmennur viðburður sem foreldrar nemenda í Tónlistarskóla Akraness sjá m.a. um að skipuleggja. Von er á 600-700 börnum sem öll eiga það sameiginlegt að þau eru að læra á fiðlu.Elísabet Stefánsdóttir á tvö börn sem stunda þetta nám og hún furðar sig á því að Akraneskaupstaður hafnaði beiðni um styrk...
Sjúkraþjálfun Vesturlands opnaði í dag á Garðabraut 2 á Akranesi.Leifur Auðunsson er stofnandi en hann mun starfa þar ásamt Helgu Eir Sigurðardóttur. Sigríður Elma Svanbjargardóttir mun bætast í hópinn á næstunni.Leifur er frá Austur-Landeyjum en hann flutti á Akranes fyrir ári síðan og hann er ekki í vafa um að eftirspurn sé eftir þjónustu sjúkraþjálfara...
Skagakonan Drífa Harðardóttir heldur áfram að safna titlum í badmintoníþróttinni en hún fagnaði þremur heimsmeistaratitlum um liðna helgi.Drífa keppti á Heimsmeistaramóti eldri leikmanna sem fram fór í Tælandi.Hún var eini keppandinn frá Íslandi að þessu sinni – en Drífa hefur ávallt keppt undir merkjum ÍA þrátt fyrir að vera búsett í Danmörku. Hún fagnaði gullverðlaunum í...
Pílufélag Akraness bauð nýverið upp á kynningarkvöld fyrir konur – þar sem að Ingibjörg Magnúsdóttir fór yfir það helsta í íþróttinni. Í færslu á fésbókarsíðu félagsins kemur fram að mætingin hafi farið fram úr björtustu vonum – en 25 konur mættu og skemmtu sér vel Pílufélagið mun á næstunni auglýsa fasta æfingatíma þar sem að konur geta...
Sundfélag Akraness óskaði nýverið eftir styrk frá Akraneskaupstað fyrir kaupum á tímatökubúnaði sem félagið fjárfesti í fyrr á þessu ári.Á fundi skóla – og frístundaráðs nýverið var málið tekið fyrir og niðurstaðan er að félagið fær ekki styrk. Í rökstuðningi ráðsins sem er hér fyrir neðan kemur eftirfarandi fram: Í viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags...
Káramenn verða áfram í þriðju efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en lokaumferð 2. deildar fór fram í gær. Kári gat með sigri gegn Haukum tryggt sætið í deildinni en liðið var í þriðja neðsta sæti fyrir leikinn. Haukar komust yfir á 27. mínútu í fyrri hálfleik með marki frá fyrrum leikmanni Kára, Sigurði Hrannari Þorsteinssyni. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson...
Dr. Hallur Þór Sigurðarson hefur verið skipaður dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík byggt á mati dómnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR en Hallur Þór er fæddur og uppalinn á Akranesi. Foreldrar hans eru Jóhanna Hallsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Í áliti nefndarinnar segir að Hallur Þór hafi fest sig í sessi...
Fjórir leikmenn úr röðum ÍA tóku þátt á æfingamóti með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fram fór í Slóveníu. Þar að auki var Skagamaðurinn Teitur Pétursson liðsstjóri.Ísland sigraði Kasakstan 4-1 þar sem að Daníel Ingi Jóhannesson skoraði eitt marka Íslands – en hann leikur sem atvinnumaður með FC Nordsjælland í Danmörku. Ísland sigraði Sameinuðu arabísku...
Frábær 3-0 sigur Skagamanna gegn liði Breiðabliks í Bestu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld gefur Akurnesingum von um að halda sæti sínu í efstu deild á næsta tímabili.Með sigrinum er ÍA með 19 stig í neðsta sæti deildarinnar en þar fyrir ofan eru Afturelding með 21 stig og KR með 24 stig....