Aðsend grein frá Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra:Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og nauðsynlegt að halda því við. Nýleg dæmi eru um...
Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi fór fram nýverið á Akureyri. Sundmótið var fyrir 15 ára og yngri og alls tóku um 210 keppendur frá 10 félögum um land allt þátt í mótinu. Til að öðlast keppnisrétt þurftu sundmenn að ná fyrirfram skilgreindum lágmarkstímum. Sundfélag Akraness sendi 8 keppendur á mótið, sem stóðu sig allir afar vel....
Aldurstakmark gesta á tjaldsvæðinu á Akranesi verður 20 ár þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram dagana 4.-6. júlí. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að breyting verði gerð hvað aldurstakmarkið – en það hefur verið 23 ár á undanförnum árum. „Í bókun ráðsins kemur fram að ráðið væntir þess að skipulag og umgjörð rekstraraðila tjaldsvæðisins taki mið...
Bæjarráð hefur samþykkt að rekstraraðilar „Stúkuhúsið Kaffi“ fái leyfi til að selja léttvín og bjór.Stúkuhúsið Kaffi var opnað í desember á síðasta ári – en húsið er staðsett við Byggðasafnið á Görðum.Bæjarráð setur þann fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, byggingarfulltrúa, Heilbrigðiseftirliti og lögreglu.Stúkuhúsið var upphaflega byggt sem hlaða og fjós um 1916 og...
Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Átakið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu.Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum eða um 30 manneskjur á hverjum einasta klukkutíma. Á Íslandi drukknuðu...
Lárus Orri Sigurðsson mun þjálfa meistaraflokk karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA út leiktíðina 2025. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu en Jón Þór Hauksson var leystur undan samningi sínum sem þjálfari eftir 4-1 tap ÍA gegn Aftureldingu í 10. umferð. Lárus Orri tekur formlega við starfinu eftir leik ÍA gegn Stjörnunni sem fram fer á...
Lið Leynis í flokki 19-23 ára pilta náð flottum árangri á Landsmóti golfklúbba sem fram fór nýverið á Kiðjabergsvelli.Alls tóku 8 lið þátt. Skagamenn náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Nesklúbbnum í úrslitaleik um bronsið. Lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar varð Landsmótsmeistari og Golfklúbbur Akureyrar varð í öðru sæti. Lið Leynis var þannig skipað: Kári Kristleifsson, Tristan Freyr Traustason,...
Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2 prósent á milli ára.Þetta kemur fram í skýrslu hjá HMS. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi.Á Akranesi hækkar fasteignamat í sérbýli um 9,1% og í sérbýli 8,8%. Meðalverð fermetra í sérbýli á Akranesi er 503 þúsund kr. og 607 þúsund kr. í fjölbýli. Skrifstofuhúsnæði hækkar um 6,8 %, verslunarhúsnæði um 8,2...
Bæjarlistamaður Akraness árið 2025 er tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson. Greint frá útnefningunni þann 17. júní. Orri lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 7. júní síðastliðinn, á 53. aldursári, eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Orri fæddist á Akranesi 12. desember 1972.Nánar á vef Akraneskaupstaðar. Eftirtaldir listamenn hafa fengið titilinn bæjarlistamaður Akraness:2025: Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur. 2024:...
Akraneskaupstaður hefur ráðið Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í nýtt starf upplýsingafulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Starfið felur í sér að leiða upplýsingamiðlun og samskipti sveitarfélagsins við almenning og fjölmiðla. Alls barst 31 umsókn um starfið.Sigrún Ósk er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur víðtæka og farsæla reynslu úr fjölmiðlum,...