• Sundfélag Akraness óskaði nýverið eftir styrk frá Akraneskaupstað fyrir kaupum á tímatökubúnaði sem félagið fjárfesti í fyrr á þessu ári.Á fundi skóla – og frístundaráðs nýverið var málið tekið fyrir og niðurstaðan er að félagið fær ekki styrk. Í rökstuðningi ráðsins sem er hér fyrir neðan kemur eftirfarandi fram: Í viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags...

  • Káramenn verða áfram í þriðju efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en lokaumferð 2. deildar fór fram í gær. Kári gat með sigri gegn Haukum tryggt sætið í deildinni en liðið var í þriðja neðsta sæti fyrir leikinn. Haukar komust yfir á 27. mínútu í fyrri hálfleik með marki frá fyrrum leikmanni Kára, Sigurði Hrannari Þorsteinssyni. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson...

  • Dr. Hallur Þór Sigurðarson hefur verið skipaður dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík byggt á mati dómnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR en Hallur Þór er fæddur og uppalinn á Akranesi. Foreldrar hans eru Jóhanna Hallsdóttir og Sigurður Sigurðsson.  Í áliti nefndarinnar segir að Hallur Þór hafi fest sig í sessi...

  • Fjórir leikmenn úr röðum ÍA tóku þátt á æfingamóti með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fram fór í Slóveníu. Þar að auki var Skagamaðurinn Teitur Pétursson liðsstjóri.Ísland sigraði Kasakstan 4-1 þar sem að Daníel Ingi Jóhannesson skoraði eitt marka Íslands – en hann leikur sem atvinnumaður með FC Nordsjælland í Danmörku. Ísland sigraði Sameinuðu arabísku...

  • Frábær 3-0 sigur Skagamanna gegn liði Breiðabliks í Bestu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld gefur Akurnesingum von um að halda sæti sínu í efstu deild á næsta tímabili.Með sigrinum er ÍA með 19 stig í neðsta sæti deildarinnar en þar fyrir ofan eru Afturelding með 21 stig og KR með 24 stig....

  • Umsókn Löðurs um að hefja rekstur á bílaþvottastöð á Innesvegi 1 hefur verið til málsmeðferðar hjá stjórnsýslunni á Akranesi í tæp 2 ár. Á fundi bæjarstjórnar sem fram fór þann 10. september var samþykkt að vísa málinu að nýju til skipulags – og umhverfisráðs. Ráðið lagði það til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi yrði...

  • Sundfélag Akraness sendi nýverið erindi til Akraneskaupstaðar þar sem óskað var eftir svörum varðandi nýja sundlaug á Jaðarsbakkasvæðinu.Kjell Wormdal, yfirþjálfari Sundfélagsins segir að núverandi aðstaða félagsins við Jaðarsbakka og Bjarnalaug uppfylli ekki þarfir félagsins. Og töluverð óvissa sé um framtíðarstaðsetningu nýrrar sundlaugar með tilkomu World Class í gamla íþróttahúsið við Jaðarsbakka.„Akraneskaupstaður gaf það út árið...

  • Klifurfélag Akraness hefur fengið nýja aðstöðu í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Klifurveggur félagsins var tekinn í notkun um liðna helgi. Félagið hefur lengst af verið með aðstöðu á Smiðjuvöllum en félagið hefur starfað í sjö ár – og s.l vor stunduðu rúmlega 40 börn skipulagðar æfingar. Nýja aðstaðan er mun rúmbetri en á Smiðjuvöllum. Forsvarsfólk félagsins gerir sér...

  • Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI fer fram laugardaginn 25. október og er dagskráin fjölbreytt. Í tilkynningu kemur fram að 13 listamenn/hljómsveitir komi fram að þessu sinni en hátíðin er hluti af menningarhátíðinni Vökudögum á Akranesi. Listamenn og hljómsveitir spila tvisvar sinnum á þessu kvöldi en hátíðin fer fram í 12 mismunandi húsum. Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks;Skólabraut 20 (Guðni...

  • Nýverið voru tilboð í gatnagerð og veitulagnir fyrir Akraneskaupstað opnuð vegna vesturhluta Sementsreitar.Í þessu verkefni eru einnig lagnir fyrir Veitur, Mílu og g Ljósleiðarann.Tvö tilboð bárust en kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar hljóðaði upp á rúmlega 401 milljón kr. Þróttur ehf. bauð rúmlega 298 milljónir kr. sem er um 28% undir kostnaðaráætlun. Fagurverk ehf. bauð tæplega 384 milljónir kr. sem er...

Loading...