Tunglið lék stórt hlutverk á himinhvolfinu í kvöld í blíðviðrinu á Akranesi í kvöld. Máninn staldraði stutt við hjá Háahnúki þegar þessar myndir voru teknar. Háihnúkur er í 555 metra hæð yfir sjávarmáli – og ef myndin prentast vel má sjá gestabókina.Þessar myndir voru teknar rétt fyrir kl. 22 í kvöld. Myndir – Sigurður Elvar, skagafrettir.is.
Karlalið ÍA í körfuknattleik er í efsta sæti á Íslandsmótinu í næst efstu deild. ÍA sigraði lið KV 88-73 í kvöld.Þetta var níundi sigurleikur ÍA í röð og er liðið í efsta sæti deildarinnar.Hamar úr Hveragerði er í öðru sæti en liðið á leik til góða. ÍA hefur leikið 17 leiki og á eftir fimm leiki...
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits norður. Gert er ráð þriggja til fimm hæða íbúðarbyggð við Þjóðbraut 9, 11, 13 og 13a, og Dalbraut 10, 14 og 16. Á þessu svæði er gert ráð fyrir að 120-150 íbúðir verði byggðar, og flestar þeirra verða um 100 fermetrar að stærð. Meginhluti bygginga verður randbyggð umhverfis inngarð. ...
Nýverið óskaði eigandi að húsinu við Kirkjubraut 4-6 eftir leyfi til þess að breyta húsnæðinu í gistiheimili.Erindið var tekið fyrir á fundi Skipulags – og umhverfisráðs í annað sinn þann 5. febrúar s.l. og þar var ákveðið að gefa ekki leyfi fyrir gistiheimili í þessu húsnæði. Rökstuðingur ráðsins er hér fyrir neðan.„Markmið deiliskipulags Akratorgsreit er...
Á undanförnum misserum hefur farið fram rannsókn á svæði á Akranesi sem kallað er „Neðri Skaginn“ en rannsóknin fór fram vegna ábendinga um mögulega hátt grunnvatnsborð á svæðinu.Jóhann Örn Friðsteinsson frá Verkís kynnti á fundi með skipulags – og umhverfisráðs Akraness niðurstöður Verkís. Í september árið 2023 var einnig greint frá niðurstöðum rannsókna á þessu...
112 dagurinn fer fram víða um land þriðjudaginn 11. febrúar.Markmið dagsins er að minna á þetta mikilvæga neyðarnúmer ásamt því að þakka neyðarvörðum og öðrum viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlegu störf. Þetta kemur fram í tilkynningu.Dagsetningin 11.2. er táknræn og hjálpar landsmönnum að muna þetta lífsnauðsynlega númer.Rauði Kross Íslands útnefndir skyndihjálparmanneskju ársins og Landssamband slökkviliðs og...
Þorrablót Skagamanna 2025 fer fram laugardaginn 15. febrúar n.k. Skagafréttir hafa frá árinu 2018 tekið myndir af gestum blótsins – og verður engin breyting á því þetta árið. Myndasafnið frá fyrri blótum er geymt á myndavef Skagafrétta. – nánar hér. Hér fyrir neðan eru myndir frá fyrri blótum – góða skemmtun. Þorrablót 2024 – Smelltu hér – myndir...
Karlalið ÍA í körfuknattleik leikur gegn KV á heimavelli á miðvikudaginn í næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu – og hefst hann kl. 19:15. Skagamenn eru í góðri stöðu í baráttunni um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Liðið hefur nú unnið átta leiki í röð en ÍA lagði Snæfell í...
Félagsdómur dæmdi í dag að verkföll í grunnskólum og leikskólum væru ólögleg þar sem aðeins hluti félagsmanna kennarafélaga innan sveitarfélags greiddi atkvæði um verkfallsboðun. Þetta á við alls staðar nema í Snæfellsbæ. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hún geri ráð fyrir að verkföll falli niður. Verkfall...
Lóðarhafar Innnesvegar 1, óska eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Flatahverfis, klasa 5 og 6, til þess að koma megi fyrir bílaþvottastöð í núverandi húsnæði. Í húsinu er einnig bakarí. Akraneskaupstaður hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness. Breytingin afmarkast af lóðarmörkum Innnesvegi 1. Breyting á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og 6, vegna Innnesvegar...