• „Ástæðan fyrir því að ég er að hætta sem framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða er að ég er að taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs á Eir, Skjóli og Hömrum sem rekur þrjú hjúkrunarheimili, þrjár dagdvalir, Eir endurhæfingu og Eir öryggisíbúðir,“ segir Kjartan Kjartansson við Skagafréttir.Starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða var auglýst laust til umsóknar nýverið...

  • Karlalið ÍA hefur fljótlega keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ – en liðið leikur í riðli 1 í efstu deild keppninnar.Fyrsti leikur ÍA er 8. febrúar á heimavelli í Akraneshöllinni kl. 14:00 gegn Vestra frá Ísafirði. Í riðlinum með ÍA eru Fjölnir, Valur, Þróttur, Grindavík og Valur. ÍA leikur gegn Valsmönnum laugardaginn 15. febrúar kl. 12 í Akraneshöll, og...

  • Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur leik í Lengjubikarkeppni KSÍ þann 8. febrúar n.k. ÍA leikur í B-deild keppninnar en alls eru 8 lið í deildinni. Afturelding, Grindavík/Njarðvík, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, KR og ÍA. Fyrsti leikur ÍA er í Akraneshöllinni gegn KR laugardaginn 8. febrúar kl. 11.00.Leikjadagskrá ÍA er í heild sinni hér fyrir neðan. 

  • Sunna Rún Sigurðardóttir, leikmaður meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, var nýverið valin í U-17 ára landslið Íslands sem tekur þátt á æfingamóti í Portúgal. Mótið hefst 20. janúar og því lýkur 29. janúar.Skagamaðurinn Þórður Þórðarson valdi leikmannahópinn þann 6. janúar s.l. en alls eru 20 leikmenn í hópnum.Nýverið var Skagakonan Aldís Ylfa Heimisdóttir ráðin sem þjálfari...

  • Skagamaðurinn Há­kon Arn­ar Har­alds­son skoraði mikilvægt mark í kvöld fyrir úrvalsdeildarliðið Lille í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon og félagar hans voru 1-0 undir gegn Marseille allt þar til á 68. mínútu þegar Hákon jafnaði með skoti af stuttu færi.Leikurinn endaði með sigri Lille í vítakeppni og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 

  • Skagamaðurinn Arnar Bergmann Gunnlaugsson er líklegastur til þess að taka við íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu karla.Arnar er þjálfari Víkings í Reykjavík en samkvæmt heimildum mbl.is eru forráðamenn KSÍ í viðræðum við Víkinga – en Arnar á eftir eitt ár af samningi sínum við félagið.  Arn­ar, er 51 árs og fundaði hann með KSÍ á dögunum, en...

  • Tveir félagar úr Pílukastfélagi Akraness voru nýverið valdir í úrtakshóp fyrir landsliðsverkefni ársins 2025. Um er að ræða 26 karlar – og 18 konur. Skagamennirnir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson keppa því næstu mánuðina um að komast í lokahópinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu síðar á þessu ári.Nánar á vef Pílusambands Íslands.

  • Halldór Friðgeir Jónsson er sjálfboðaliði ársins 2024 hjá ÍA. Halldór fékk viðurkenninguna þann 6. janúar s.l. þegar kjörinu á Íþróttamanneskju ÍA var lýst. Halldór hefur unnið ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi og þá sérstaklega Golfklúbbinn Leyni. Halldór var lengi í fremstu röð þjálfara hjá yngri flokkum ÍA í knattspyrnu – en hann hefur tekið að...

  • Akraneskaupstaður hefur nú lokið fjórða skrefi innleiðingarferlisins með gerð Aðgerðaáætlunar sem samþykkt var í Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 10. desember 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar segir: „Teknar voru saman 17 aðgerðir sem mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans. Í ljósi þess að allar aðgerðirnar hafa verið samþykktar og settar í framkvæmd er stefnt að...

  • Í dag, 12.janúar, eru 45 ár síðan félagsmiðstöðin Arnardalur opnaði fyrst dyr sínar fyrir börnum og ungmennum Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Arnardals.  Þar segir: „Síðastliðin 45 ár hafa húsakynni Arnardals verið eins og annað heimili margra og bera margir sterkar taugar til félagsmiðstöðvarinnar sinnar.Gleði, væntumþykja, víðsýni, lýðræði, vinátta, sköpunargleði, samstarf og jákvæðni...

Loading...