„Ástæðan fyrir því að ég er að hætta sem framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða er að ég er að taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs á Eir, Skjóli og Hömrum sem rekur þrjú hjúkrunarheimili, þrjár dagdvalir, Eir endurhæfingu og Eir öryggisíbúðir,“ segir Kjartan Kjartansson við Skagafréttir.Starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða var auglýst laust til umsóknar nýverið...
Karlalið ÍA hefur fljótlega keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ – en liðið leikur í riðli 1 í efstu deild keppninnar.Fyrsti leikur ÍA er 8. febrúar á heimavelli í Akraneshöllinni kl. 14:00 gegn Vestra frá Ísafirði. Í riðlinum með ÍA eru Fjölnir, Valur, Þróttur, Grindavík og Valur. ÍA leikur gegn Valsmönnum laugardaginn 15. febrúar kl. 12 í Akraneshöll, og...
Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur leik í Lengjubikarkeppni KSÍ þann 8. febrúar n.k. ÍA leikur í B-deild keppninnar en alls eru 8 lið í deildinni. Afturelding, Grindavík/Njarðvík, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, KR og ÍA. Fyrsti leikur ÍA er í Akraneshöllinni gegn KR laugardaginn 8. febrúar kl. 11.00.Leikjadagskrá ÍA er í heild sinni hér fyrir neðan.
Sunna Rún Sigurðardóttir, leikmaður meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, var nýverið valin í U-17 ára landslið Íslands sem tekur þátt á æfingamóti í Portúgal. Mótið hefst 20. janúar og því lýkur 29. janúar.Skagamaðurinn Þórður Þórðarson valdi leikmannahópinn þann 6. janúar s.l. en alls eru 20 leikmenn í hópnum.Nýverið var Skagakonan Aldís Ylfa Heimisdóttir ráðin sem þjálfari...
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði mikilvægt mark í kvöld fyrir úrvalsdeildarliðið Lille í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon og félagar hans voru 1-0 undir gegn Marseille allt þar til á 68. mínútu þegar Hákon jafnaði með skoti af stuttu færi.Leikurinn endaði með sigri Lille í vítakeppni og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Skagamaðurinn Arnar Bergmann Gunnlaugsson er líklegastur til þess að taka við íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu karla.Arnar er þjálfari Víkings í Reykjavík en samkvæmt heimildum mbl.is eru forráðamenn KSÍ í viðræðum við Víkinga – en Arnar á eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. Arnar, er 51 árs og fundaði hann með KSÍ á dögunum, en...
Tveir félagar úr Pílukastfélagi Akraness voru nýverið valdir í úrtakshóp fyrir landsliðsverkefni ársins 2025. Um er að ræða 26 karlar – og 18 konur. Skagamennirnir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson keppa því næstu mánuðina um að komast í lokahópinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu síðar á þessu ári.Nánar á vef Pílusambands Íslands.
Halldór Friðgeir Jónsson er sjálfboðaliði ársins 2024 hjá ÍA. Halldór fékk viðurkenninguna þann 6. janúar s.l. þegar kjörinu á Íþróttamanneskju ÍA var lýst. Halldór hefur unnið ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi og þá sérstaklega Golfklúbbinn Leyni. Halldór var lengi í fremstu röð þjálfara hjá yngri flokkum ÍA í knattspyrnu – en hann hefur tekið að...
Akraneskaupstaður hefur nú lokið fjórða skrefi innleiðingarferlisins með gerð Aðgerðaáætlunar sem samþykkt var í Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 10. desember 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar segir: „Teknar voru saman 17 aðgerðir sem mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans. Í ljósi þess að allar aðgerðirnar hafa verið samþykktar og settar í framkvæmd er stefnt að...
Í dag, 12.janúar, eru 45 ár síðan félagsmiðstöðin Arnardalur opnaði fyrst dyr sínar fyrir börnum og ungmennum Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Arnardals. Þar segir: „Síðastliðin 45 ár hafa húsakynni Arnardals verið eins og annað heimili margra og bera margir sterkar taugar til félagsmiðstöðvarinnar sinnar.Gleði, væntumþykja, víðsýni, lýðræði, vinátta, sköpunargleði, samstarf og jákvæðni...