Tveir félagar úr Pílukastfélagi Akraness voru nýverið valdir í úrtakshóp fyrir landsliðsverkefni ársins 2025. Um er að ræða 26 karlar – og 18 konur. Skagamennirnir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson keppa því næstu mánuðina um að komast í lokahópinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu síðar á þessu ári.Nánar á vef Pílusambands Íslands.
Halldór Friðgeir Jónsson er sjálfboðaliði ársins 2024 hjá ÍA. Halldór fékk viðurkenninguna þann 6. janúar s.l. þegar kjörinu á Íþróttamanneskju ÍA var lýst. Halldór hefur unnið ómetanlegt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi og þá sérstaklega Golfklúbbinn Leyni. Halldór var lengi í fremstu röð þjálfara hjá yngri flokkum ÍA í knattspyrnu – en hann hefur tekið að...
Akraneskaupstaður hefur nú lokið fjórða skrefi innleiðingarferlisins með gerð Aðgerðaáætlunar sem samþykkt var í Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 10. desember 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar segir: „Teknar voru saman 17 aðgerðir sem mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans. Í ljósi þess að allar aðgerðirnar hafa verið samþykktar og settar í framkvæmd er stefnt að...
Í dag, 12.janúar, eru 45 ár síðan félagsmiðstöðin Arnardalur opnaði fyrst dyr sínar fyrir börnum og ungmennum Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Arnardals. Þar segir: „Síðastliðin 45 ár hafa húsakynni Arnardals verið eins og annað heimili margra og bera margir sterkar taugar til félagsmiðstöðvarinnar sinnar.Gleði, væntumþykja, víðsýni, lýðræði, vinátta, sköpunargleði, samstarf og jákvæðni...
Karlalið ÍA landaði góðum sigri gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði í gær þegar liðin áttust við í 12. umferð Íslandsmótsins í körfuknattleik í næst efstu deild. Skagamenn voru betri aðilinn frá upphafi til enda – lokatölur 87-80.ÍA er í 2.-4. sæti deildarinnar með 18 stig, 9 sigra og 3 tapleiki. Ármann er í efsta...
Alls voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 20. desember s.l. Þetta kemur fram á vef FVA – nánar hér: Ellert Kári Samúelsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur.Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari flutti ávarp en fimm ár eru frá því að hún var skipuð sem skólameistari FVA.Þórdís Kolbrún Reykfjörð...
Skagakonan Aldís Ylfa Heimisdóttir er nýr þjálfari U17 og U16 ára landsliðs kvenna hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Greint var frá ráðningu Aldísar á heimasíðu KSÍ í dag.Landsliðsþjálfarar hjá KSÍ með bakgrunn frá ÍA eru nú alls þrír. Þórður Þ. Þórðarson þjálfar landslið U19/U18 kvenna, og Lúðvík Gunnarsson er þjálfari landsliða U17/U16 karla.Þess má einnig geta að...
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður, var kjörinn Íþróttamanneskja ársins 2024 hjá Íþróttabandalagi Akraness.Kjörinu var lýst þann 6. janúar og var þetta í 50. sinn sem kjörið fer fram. Þetta er annað árið í röð sem Einar Margeir er efstur í þessu kjöri. Árið 2024 var frábært ár hjá honum í sundlauginni og sýndi þar að hann er...
Tómstundaframlag fyrir árið 2025 verður hækkað um 3,5% á árinu 2025. Um er að ræða niðurgreiðslu og er markmiðið að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.Á árinu 2025 verður tómstundaframlagið kr. 38.761 fyrir eitt barn, kr. 43.606 fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með...
Eins og áður hefur komið fram var góð nýting á tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar á árinu 2024. Hinsvegar eru 18 ára ungmenn á Akranesi ekki að nýta þessa niðurgreiðslu vel – en aðeins Aðeins 30% af þeim sem eru 18 ára á Akranesi nýttu sér tómstundaframlagið á árinu 2024. Skóla – og frístundaráð Akraness leggur til að...