Tveir Skagamenn hafa verið kjörnir íþróttamenn ársins á Íslandi 

Afreksíþróttafólk frá Akranesi skiptir hundruðum og án efa eiga enn fleiri eftir að bætast í hópinn. Á næstu vikum verður kjörinu á íþróttamanni ársins á Íslandi lýst en Eygló Ósk Gústafsdóttir varð efst í kjörinu á íþróttamanni ársins 2015 hjá Samtökum íþróttafréttamanna.

Eygló er sjötti sundmaðurinn sem fær þessa viðurkenningu í 60 ára sögu kjörsins og af þessum sex eru tvö frá Akranesi.

Íþróttamaður ársins úr röðum sundíþróttarinnar hefur ekki verið efstur í þessu kjöri frá árinu 2001. Eygló er fimmta konan sem er efst í kjörinu á íþróttamanni ársins hjá SÍ.

Alls hafa sex sundmenn fengið þessa viðurkenningu, Örn Arnarson þrívegis, Guðmundur Gíslason tvívegis, Guðjón Guðmundsson, Eðvarð Þór Eðvarsson, Ragnheiður Runólfsdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Ragnheiður Runólfsdóttir.
Ragnheiður Runólfsdóttir.

Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1991 og var hún önnur konan sem fékk þessa viðurkenningu.

Guðjón Guðmundsson var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1973 en hann æfði líkt og Ragnheiður í Bjarnalauginni við Laugarbraut og var sá besti á landinu í sínum greinum.

Bæði Guðjón og Ragnheiður kepptu á Ólympíuleikunum, sem er stærsti íþróttaviðburður veraldar.

Guðjón keppti í München í Þýskalandi árið 1972 í 100m-, 200m bringusundi.

Ragnheiður keppti í Seoul í Suður-Kóreu árið 1988 í 100m-, 200 m. bringusundi og 200 m. fjórsundi. Hún keppti á sínum öðrum ÓL-leikum í Barcelona árið 1992 í 100 m. – og 200 m. bringusundi

Frá því að íþróttamaður ársins var fyrst kjörinn árið 1956 hafa keppendur í frjálsíþróttum fengið þessa viðurkenningu oftast eða í 21 skipti.

Guðjón Guðmundsson sundmaður frá Akranesi.
Guðjón Guðmundsson sundmaður frá Akranesi.

Skiptingin er þessi:

Frjálsíþróttir 21.
Handbolti 12.
Knattspyrna 10.
Sund 9.
Kraftlyftingar 3.
Körfubolti 2.
Júdó 1.
Hestaíþróttir 1.
Þolfimi/fimleikar 1.

Vilhjálmur Einarsson hefur oftast fengið þessa viðurkenningu eða alls fimm sinnum, þar á eftir koma Ólafur Stefánsson (4), Einar Vilhjálmsson (3), Hreinn Halldórsson (3), Örn Arnarson (3), Valbjörn Þorláksson (2), Jón Arnar Magnússon (2), Ásgeir Sigurvinsson (2), Skúli Óskarsson (2), Jón Arnar Magnússon (2), Eiður Smári Guðjohnsen (2), Guðmundur Gíslason (2).

Aðrir hafa fengið þessa viðurkenningu einu sinni.

1956 Vilhjálmur Einarsson (1), Frjálsíþróttir (1)
1957 Vilhjálmur Einarsson (2), Frjálsíþróttir (2)
1958 Vilhjálmur Einarsson (3), Frjálsíþróttir (3)
1959 Valbjörn Þorláksson (1), Frjálsíþróttir (4)
1960 Vilhjálmur Einarsson (4), Frjálsíþróttir (5)
1961 Vilhjálmur Einarsson (5), Frjálsíþróttir (6)
1962 Guðmundur Gíslason (1), Sund (1)
1963 Jón Þ. Ólafsson (1), Frjálsíþróttir (7)
1964 Sigríður Sigurðardóttir (1), Handbolti (1)
1965 Valbjörn Þorláksson (2), Frjálsíþróttir (8)
1966 Kolbeinn Pálsson (1), Körfubolti (1)
1967 Guðmundur Hermanns. (1), Frjálsíþróttir (9)
1968 Geir Hallsteinsson (1), Handbolti (2)
1969 Guðmundur Gíslason (2), Sund (2)
1970 Erlendur Valdimarsson (1), Frjálsíþróttir (10)
1971 Hjalti Einarsson (1), Handbolti (3)
1972 Guðjón Guðmundsson (1), Sund (3)
1973 Guðni Kjartansson (1), Knattspyrna (1)
1974 Ásgeir Sigurvinsson (1), Knattspyrna (2)
1975 Jóhannes Eðvaldsson (1, Knattspyrna (3)
1976 Hreinn Halldórsson (1), Frjálsíþróttir (11)
1977 Hreinn Halldórsson (2), Frjálsíþróttir (12)
1978 Skúli Óskarsson (1), Kraftlyftingar (1)
1979 Hreinn Halldórsson (3), Frjálsíþróttir (13)
1980 Skúli Óskarsson (2), Kraftlyftingar (2)
1981 Jón Páll Sigmarsson (1), Kraftlyftingar (3)
1982 Óskar Jakobsson (1), Frjálsíþróttir (14)
1983 Einar Vilhjálmsson (1), Frjálsíþróttir (15)
1984 Ásgeir Sigurvinsson (2), Knattspyrna (4)
1985 Einar Vilhjálmsson (2), Frjálsíþróttir (16)
1986 Eðvarð Þór Eðvarðsson (1), Sund (4)
1987 Arnór Guðjohnsen (1), Knattspyrna (5)
1988 Einar Vilhjálmsson (3), Frjálsíþróttir (17)
1989 Alfreð Gíslason (1), Handbolti (4)
1990 Bjarni Friðriksson (1), Júdó (1)
1991 Ragnheiður Runólfsd. (1), Sund (5)
1992 Sigurður Einarsson (1), Frjálsíþróttir (18)
1993 Sigurbjörn Bárðarson (1), Hestaíþróttir (1)
1994 Magnús Scheving (1), Þolfimi (1)
1995 Jón Arnar Magnússon (1), Frjálsíþróttir (19)
1996 Jón Arnar Magnússon (2), Frjálsíþróttir (20)
1997 Geir Sveinsson (1), Handbolti (5)
1998 Örn Arnarson (1), Sund (6)
1999 Örn Arnarson (2), Sund (7)
2000 Vala Flosadóttir (1), Frjálsíþróttir (21)
2001 Örn Arnarson (3), Sund (8)
2002 Ólafur Stefánsson (1), Handbolti (6)
2003 Ólafur Stefánsson (2), Handbolti (7)
2004 Eiður Smári Guðjohns. (1), Knattspyrna (6)
2005 Eiður Smári Guðjohns. (2), Knattspyrna (7)
2006 Guðjón Valur Sigurðs. (1), Handbolti (8)
2007 Margrét Lára Viðarsd. (1), Knattspyrna (8)
2008 Ólafur Stefánsson (3), Handbolti (9)
2009 Ólafur Stefánsson (4), Handbolti (10)
2010 Alexander Petersson (1), Handbolti (11)
2011 Heiðar Helguson (1), Knattspyrna (9)
2012 Aron Pálmarsson (1), Handbolti (12)
2013 Gylfi Þór Sigurðsson (1), Knattspyrna (10)
2014 Jón Arnór Stefánsson (1), Körfuknattleikur (2)
2015 Eygló Ósk Gústafsdóttir (1), Sund (9)