Ísak æfir hjá stórliði Ajax og fer til Everton í apríl

Ísak Bergmann Jóhannesson leikmaður 3. fl. karla í knattspyrnu er þessa stundina staddur í Hollandi þar sem hann mun æfa með stórliði Ajax. Ísak Bergmann er fæddur árið 2003 en með honum í för er Heimir Eir Lárusson sem er annar af tveimur þjálfurum ÍA í 3. fl.

Ísak Bergmann mun æfa með Ajax út vikuna. Í apríl mun Ísak halda út til Englands þar sem enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur boðið Skagamanninum efnilega að til æfinga.

Heimir Eir mun fylgjast með æfingum hjá Ajax sem hefur á að skipa einu öflugasta unglingastarfi í Evrópu. Á heimasíðu ÍA segir að það sé mikill heiður fyrir Ísak Bergmann og ÍA að hann fái boð til að æfa og skoða aðstæður hjá þessu sögufræga stórliði.

Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.