Maren og Andri taka við rekstri Galleri Ozone

„Það er gríðarlega gaman að upplifa opnunardaginn sem var frábær. Mikið af fólki sem kom til okkar, almenn ánægja og okkur er vel tekið,“ segir Andri Júlíusson sem hefur tekið við rekstri verslunarinnar Galleri Ozone á Akranesi ásamt Maren Rós Steindórsdóttur.

Andri og Maren hafa á undanförnum árum verið búsett í Noregi en þau ákváðu að grípa tækifærið að taka við rekstrinum af Elsu Björnsdóttur og Huga Harðarsyni.

„Undirbúningurinn gekk vell en við eigum eftir að læra margt í þessum bransa. Hugi hefur verið okkur innan handar og reynst okkur afar vel. Hann hefur alltaf verið tilbúinn að aðstoða okkur og það er ómetanlegt að fá góð ráð frá reynsluboltanum,“ segir Andri.

Galleri Ozone verður með sömu opnunartíma og áður, 10-18 á virkum dögum og 11-16 á laugardögum. „Það er aldrei að vita nema við breytum opnunartímunum af og til.“

Vöruúrvalið er fjölbreytt Galleri Ozone líkt og áður. „Við erum með góð vörumerki, íþrótavörur, útivistarmerki, og tískuvörur. Það verður allt til staðar áfram sem hefur gengið vel hjá Elsu og Huga, og við bætum síðan við okkar áherslum á góðan grunn sem þau hafa byggt upp.“

Það verður allt til staðar áfram sem hefur gengið vel hjá Elsu og Huga,

og við bætum síðan við okkar áherslum á góðan grunn sem þau hafa byggt upp.


Eins og áður segir voru Maren og Andri búsett í Noregi í nokkur ár en þeim líður vel að vera komin heim á „Flórída-Skagann.

„Okkur líður vel með þessa ákvörðun og þessi fimm ár í Noregi voru frábær. Það er ómetanlegt að hafa fólkið sitt svona nálægt og börnin eru ánægð – það skiptir öllu máli. Börnin okkar blómstra hérna í gamla heimabænum,“ segir Andri en börnin eru alls fjögur hjá.

 

Börnin okkar blómstra hérna í gamla heimabænum

Andri lék knattspyrnu í Noregi samhliða vinnu og segir hann að það hafi oft verið flókið að láta hlutina ganga upp. „Við eignuðumst vini í Noregi fyrir lífstíð og þar eigum við nánast aðra fjölskyldu. Það var samt alveg nóg að gera í Noregi hjá okkur. Maren vann í heimahjúkrun á kvöld – og næturvöktum. Hún var líka með kaffihús og veisluþjónustu.

16684641_10209648302978570_196642005_n

Það hefði verið gott að hafa fjölskylduna nær til að létta undir með okkur. Við finnum muninn núna þegar við erum á kafi í að opna Galleri Ozone, stuðningsnetið hér á Akranesi er stórt, og við það er gott að hafa slíkt.“

Eins og áður segir er vöruúrvalið fjölbreytt í Galleri Ozone en verslunin verður sú eina sem verður með Inklaw vörurnar til sölu hér á landi. Justin Bieber er einn af fjölmörgum sem hafa sést í slíkum fatnaði á undanförnum misserum.

 

Justin Bieber er einn af fjölmörgum sem hafa sést í Inklaw fatnaði á undanförnum misserum

 

„Við náðum að landa þeim samningi í síðustu viku og við erum afar spennt fyrir komandi tímum og ég er sannfærður um að Skagamenn muni taka okkur vel,“ sagði Andri Júlíusson að lokum við skagafrettir.is.

Eftir Einar Loga Einarsson.

 

 

16652797_10209648302658562_540832975_n 16651952_10209648302818566_1080275843_n 16650570_10209648303018571_1557695769_n