Samspilshópur frá Tónlistarskóla Akraness fékk viðurkenningu

Samspilshópur frá Tónlistarskóla Akraness hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Hópurinn nefnir sig Dixon-oktettinn og er Eðvarð Lárusson eða „Eddi Lár“ skipstjórinn í þessu verkefni en hann lagði gítarnum að þessu sinni og lék á píanó í þessu lagi. Hópurinn flutti lagið Spoonful eftir Willie Dixon.

Dixon-oktettinn skipa: Ari Jónsson söngur, Hjördís Tinna Pálmadóttir söngur, Sigurður Jónatan Jóhannsson trompet, Eiður Andri Guðlaugsson saxófónn, Hugi Sigurðarson bassi, Guðjón Jósef Baldursson trommur og Guðjón Snær Magnússon gítar.

RÚV tók þetta atriði upp og verður það sýnt á næstunni ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum Nótunnar.

Upprunalega útgáfan er hér: