Hraðskreið ferja siglir í sumar á milli Akraness og Reykjavíkur

Tvö tilboð bárust í verkefnið „Flóasiglingar“ sem Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg buðu út. Sæferðir ehf. fengu verkefnið og var gengið að því tilboði. Stefnt er að því að hefja siglingar þann 1. júní n.k. og mun verkefnið standa yfir í sex mánuði í það minnsta í þessu tilraunaverkefni.

Reiknað er með því að siglingin taki um 25 mínútur að jafnaði hvora leið – sem er töluvert hratt því gamla Akraborgin sigldi yfir á einni klukkustund að jafnaði eða 11 sjómílna hraða.

Myndin er af hraðskreiðri ferju en ekki endilega af þeirri gerð sem Sæferðir eru að leita að.

Sæferðir ehf. leitar nú að hagkvæmu skipi til leigu í þetta verkefni og ræðst upphafið á siglingunum hversu vel það gengur að finna rétta skipi. Gert er ráð fyrir að 50-100 farþegum í ferjunni en ekki verður hægt að ferja bifreiðar.

Nánar er greint frá þessu á mbl.is