Hallbera Guðný frábær í stórsigri Íslands gegn Færeyjum

Hallbera Guðný Gísladóttir átti stórleik í gær í 8-0 sigri Íslands gegn Færeyjum á Laugardalsvelli. Skagamaðurinn lagði upp fjögur mörk í leiknum sem var fyrsti leikur Íslands í undankeppninni fyrir HM 2019 í Frakklandi.

Hallbera lék að venju sem vinstri bakvörður í íslenska liðinu og var hún gríðarlega ógnandi í sóknarleik liðsins og stóð vörnina af festu. Hallbera fær næst hæstu einkunn í Morgunblaðinu í dag eða 2M en mest er hægt að fá 3M. Stærsti fótboltafréttamiðill landsins, fotbolti.net, gefur Hallberu 8 í einkunn en hæst er gefið 10 í einkunn á þeim miðli.

„Ég er svo klikkuð að ég vill alltaf gera bet­ur, en ég náði að leggja upp nokk­ur mörk fyr­ir sam­herja mína sem er mjög já­kvætt. Þetta minnti mig á fyr­ir­gjafaæf­ingu á köfl­um, þetta er mín upp­á­halds staða á vell­in­um og ég hafði mjög gam­an af þessu,“ sagði Hallbera við mbl.is eftir leikinn í gær.

Næstu leikir Íslands eru í október. Þá mætir liðið Þýskalandi 20. október og Tékklandi 24. október, en báðir leikirnir fara fram ytra.

MÖRK
15Elín Metta Jensen Mark3
5Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Mark17
15Elín Metta Jensen Mark26
7Sara Björk Gunnarsdóttir Mark39
5Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Mark47
23Fanndís Friðriksdóttir Mark66
23Fanndís Friðriksdóttir Mark90
20Berglind Björg Þorvaldsdóttir Mark90