Skagamennirnir Arnór og Björn valdir í A-landsliðshóp Íslands

Tveir Skagamenn eru í 25 manna leikmannahóp Íslands fyrir tvo síðustu leiki A-landsliðs karla í undankeppni HM 2018. Arnór Smárason kemur á ný inn í hópinn og Björn Bergmann Sigurðarson er í hópnum líkt og áður. Leikirnir sem eru framundan eru gegn Tyrkjum á útivelli föstudaginn 6. október og gegn Kósóvó á Laugardalsvelli mánudaginn 9. október. Arnór leikur sem atvinnumaður hjá Hammarby í Stokkhólmi í Svíþjóð en Björn Bergmann er atvinnumaður hjá Molde í Noregi.

 

Þrír Skagamenn í A-landsliðshóp: Björn Bergmann, Óskar Guðbrandsson starfsmaður KSÍ og Arnór. Mynd/Óskar.

Hóp­ur­inn er þannig skipaður:

Markverðir:
Hann­es Þór Hall­dórs­son, Rand­ers
Ögmund­ur Krist­ins­son, Excelsi­or
Rún­ar Alex Rún­ars­son, Nord­sjæl­land

Varn­ar­menn:
Birk­ir Már Sæv­ars­son, Hamm­ar­by
Ragn­ar Sig­urðsson, Ru­bin Kaz­an
Kári Árna­son, Aber­deen
Ari Freyr Skúla­son, Lok­eren
Sverr­ir Ingi Inga­son, Rostov
Hörður Björg­vin Magnús­son, Bristol City
Jón Guðni Fjólu­son, Norr­köp­ing
Hjört­ur Her­manns­son, Brönd­by

Miðju­menn:
Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Car­diff
Birk­ir Bjarna­son, Ast­on Villa
Emil Hall­freðsson, Udinese
Jó­hann Berg Guðmunds­son, Burnley
Gylfi Þór Sig­urðsson, Evert­on
Rúrik Gísla­son, Nürn­berg
Ólaf­ur Ingi Skúla­son, Kara­bük­spor
Arn­ór Smára­son, Hamm­ar­by
Arn­ór Ingvi Trausta­son, AEK Aþena
Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Grass­hop­p­ers

Sókn­ar­menn:
Al­freð Finn­boga­son, Augs­burg
Jón Daði Böðvars­son, Rea­ding
Viðar Örn Kjart­ans­son, Macca­bi Tel Aviv
Björn Berg­mann Sig­urðar­son, Molde