Matthías heldur áfram að setja met í keilunni

Matthías Leó Sigurðsson setti þrjú íslandsmet í gær á Íslandsmeistaramóti unglingaliða. Matthías, sem er á 10. aldursári, fékk 203 stig í einum leik, 371 stig í tveimur leikjum og 519 stig í þremur leikjum.

Í viðtali við skagafrettir.is fyrr á þessu ári sagði Matthías að hann ætti sér draum um að verða besti keilumaður í heimi og það er aldrei að vita hvað gerist í þeim efnum hjá þessum unga Skagamanni.

Staðreyndir:
Nafn: Matthías Leó Sigurðsson.
Aldur: 10 ára í október
Skóli: Brekkubæjarskóli.
Bekkur: 5. bekkur.
Besti maturinn: Snitsel, kjötbollur, pizza og núðlur
Besti drykkurinn: Zlatan vatn (vítamín vatn).
Besta lagið/tónlistin. „Geimlagið með Góa“
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
„Horfi voða lítið á sjónvarp enn horfi á keilu á youtube.“

Ættartréð:
Foreldrar Matthíasar eru: Sigurður Þorsteinn Guðmundsson og Fríður Ósk Kristjánsdóttir.
Matthías er elstur af fjórum systkynum: Kolbrún Þóra Sigurðardóttir, Guðmundur Bernharð Sigurðsson  og Sigurbjörg Fríður Sigurðardóttir