Árni Snær er með leynda dans – og sönghæfileika

„Ég vil taka þátt í þessu verkefni áfram hér á Skaganum. Það ríkir mikill metnaður hjá félaginu að komast í fremstu röð og þess vegna valdi ég að semja við ÍA á ný,“ segir Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA í samtali við skagafrettir.is. Árni staðfestir að KR og fleiri félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt því áhuga að fá hinn 26 ára gamla Skagamann í sínar raðir. Árni Snær samdi við ÍA til tveggja ára nýverið og eru það stórkostlegar fréttir fyrir stuðningsmenn félagsins. Árni hefur mikla trú á því að ÍA komist í fremstu röð á ný.

„Það fyrsta sem við þurfum að gera til að komast í efstu deild á ný er að halda þeirri stefnu sem hefur veirð hjá félaginu síðustu ár. Bæta enn meira í og koma okkur í topp baráttuna í efstu deild. Ég hef trú á því að ÍA geti það og þess vegna samdi ég við félagið. Ég vil taka þátt í því. Ef það gengur upp er aldrei að vita að atvinnumannadraumurinn verði að veruleika – það tekst vonandi einn daginn,“ sagði Árni Snær en hér fyrir neðan er lauflétt yfirheyrsla á markverðinum.

Nafn, aldur: Árni Snær Ólafsson 26 ára.

Hvað ertu að gera í lífinu? Ég er að vinna hjá Skaginn 3X hérna á Akranesi og samhliða því er ég að klára Rafmagnstæknifræði í HR núna um áramótin.

Fjölskylduhagir
: Er á lausu.

Er á lausu og á Golf GTi ’01

Uppáhaldsmatur? Nautasteik með gratín kartöflum.

Uppáhaldsveitingastaður
? Maður fer oftast á Galito og Gamla Kaupfélagið þannig það eru þeir tveir.

Twitter eða Facebook?
Twitter

Draumabíllinn
? Ég er að keyra um á draumabílnum núna og hann er Golf GTi ’01.

Þórshöfn í Færeyjum er ein gjeggjuð borg mæli með henni.

Uppáhaldstónlistamaður? Frikki Dór er eini tónlistarmaðurinn sem ég hlusta á svo það er líklega hann.

Uppáhaldsborg
? Þórshöfn í Færeyjum er ein gjeggjuð borg mæli með henni.

Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas?
Frikka Dór, Sveppa Krull og Björgvin Andra Garðarsson.

Hvaða leikmaður í ÍA er erfiðastur á æfingum?
Erfiðast að verja skot frá Gylfa Veigar því hann hefur ekki hugmynd um hvað hann ætlar að gera sjálfur því er hann sá erfiðasti.

Hvaða leikmaður í ÍA tuðar mest?
Hallur Flosa leynir á sér og er hrikalega mikill tuðari og því vinnur hann þetta með yfirburðum.

Árni Snær í leik með ÍA. Mynd/G. Bjarki Halldórsson

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingu? Uppitun er viðbjóður.

Á hvaða velli er skemmtilegast að spila?
Alltaf skemmtilegast að spila á Akranesi á Norðurálsvellinum.

Hvernig takkaskó notar þú? Adidas Gloro.

Hvernig markmannshanska notar þú? MG-GK.

Erfiðast að verja skot frá Gylfa Veigar því hann hefur ekki hugmynd um hvað hann ætlar að gera sjálfur því er hann sá erfiðasti.

Gras eða gervigras? Ég er á gras vagninum þó svo vinur minn Andri Adolphsson sé búinn að reyna snúa manni í mörg ár um að gervigras sé betra.

Hallur Flosa leynir á sér og er hrikalega mikill tuðari

Besta íslenski knattspyrnumaður frá upphafi? Eiður Smári Guðjohnsen.

Ertu með húðflúr? Já tvö, Páll Gísli Jónsson flúraði á sitthvorn ökklann á mér mamma og pabbi, mögulega ef við Palli finnum góða hugmynd þá hendir hann fleiri flúrum á mig.

Hallur Flosason. Mynd/G. Bjarki Halldórsson


Leyndir hæfileikar?
Er búinn að halda því hrikalega leyndu hvað ég er góður að dansa og syngja, held ég hafi dansinn frá mömmu og sönginn frá pabba.

Hvaða lag eða tónlistarmann fílar þú í laumi?
Öll House lög eru góð og svo elska ég Steinda Jr. sem tónlistarmann.

Afhverju tekur þú ekki ALLAR aukaspyrnur ÍA og ÖLL vítin?

Held ég hafi dansinn frá mömmu og sönginn frá pabba.

Spurning sem ég hef verið að spyrja mig af í mörg ár en líkleg ástæða kannski að ég flaug á hausinn þegar ég fékk minn séns fyrir 2 árum.

Skæri, blað steinn? Dugir það að vera góður í því til að fá að taka víti hjá ÍA? Nei eins og sást í seinasta leiknum þá dugði það ekki til hjá Albert og Dodda.

 

Ættartréð:
Árni Snær Ólafsson fæddur 16. ágúst 1991.
Foreldrar: Ólafur Páll Sölvason og Jóhanna Árnadóttir.
Systkini: Ragnheiður Ólafsdóttir og Ástrós Ólafsdóttir.
Afi og amma í móðurætt: Árni S. Einarsson og Guðbjörg Halldórsdóttir.
Afi og amma í föðurætt: Sölvi S. Pálsson og Ragnheiður Ólafsdóttir.

Einar Logi Einarsson skrifar: