Hrekkjavakan á Byggðasafninu fer í sögubækurnar

Vel á annað þúsund gestir mættu á Hrekkjavöku sem fram fór í Byggðasafninu á Görðum.

Starfsfólk og aðrir velunnarar Hrekkjavökunnar lögðu mikla vinnu í að gera kvöldið sem eftirminnilegast – og er óhætt að segja að viðbrögð gesta Hrekkjavökunnar hafi verið eins og búast mátti við. Samkvæmt talningu á staðnum voru rúmlega 1.300 gestir sem mættu á Hrekkjavökuna og létu hræða úr sér líftóruna.

Hér eru nokkrar myndir sem er að finna á fésbókarsíðu Byggðasafnsins.