„Dóri Hallgríms“ fer á kostum með Kór Akraneskirkju

Halldór Hallgrímsson fer á kostum ásamt Kór Akraneskirkju í flutningi á laginu „Grát ei við grafstein minn“ sem nýverið var birt á Youtube. Ljóðið er eftir Dóra Hallgríms sjálfan og lagið er eftir Howard Goodall og er úr sálumessunni Eternal light.

Á fésbókinni hafa margir hrósað Halldóri og félögum hans fyrir framtakið.

Þar má lesa skilaboð á borð við:

„Táraðist af hrifningu. Textinn er frábær og söngurinn svo sterkur en samt viðkvæmur. Alveg gullfallegt.“

„Stórkostlegur söngur hjá þér Halldór og lagið er afskaplega fallegt ásamt frábærum kór.“

Myndirnar í myndbandinu eru úr smiðju Ásu Birnu Viðarsdóttur og Jónasar H. Ottóssonar. Fiðluleikur í höndum Kristínar Sigurjónsdóttur og Birgir Þórisson leikur á píanó. Um upptöku sá Ingþór Bergmann.

Kór Akraneskirkju.
Halldór Hallgrímsson. Mynd/skagafrettir.is