Ágúst sundmaður Akraness 2017 – fjör á uppskeruhátíð

Ágúst Júlíusson er sundmaður Akraness árið 2017 en frá því var greint á uppskeruhátíð Sundfélags Akraness. Hátíðin fór fram í Brekkubæjarskóla að loknu Landsbankamótinu þar sem um 35 börn 10 ára og yngri kepptu. Afrekssundfólk úr ÍA stakk sér til sunds í Bjarnalauginn á Landsbankamótinu og sýndu yngri iðkendum hvert þau væru komin á ferlinum eftir að hafa byrjað ferilinn í Bjarnalaug líkt og þau sem voru að keppa á mótinu.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar á uppskeruhátíð Sundfélags Akraness.

Sundmaður Akraness:
Ágúst Júlíusson.
„Ágúst varð tvöfaldur íslandsmeistari, brons verðlaun á smáþjóðaleikum, silfur í boðsundi og landsmet. Hann keppti einnig á NM í danmörku 2016 og synti sig inn í úrslit. Ágúst æfir vel og er góð fyrirmynd og félaginu til sóma. Við erum afar stolt af því að hafa hann í félaginu okkar.“

Ágúst er hér ásamt Kjell Wormdal þjálfara Sundfélags Akraness.

Félaga-bikarinn:
Ngozi Johann Eze.
„Bikarinn er veittur til minningar um þá Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson. „Ngozi er alltaf brosandi og glöð á bakkanum og dugleg að hvetja félagana. Ngozi er dugleg að æfa og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.“

Sigurður Sigurðsson, Ngozi Johann Eze og Barbro Glad. Sigurður og Barbro eru foreldrar Arnars.

Ingunnar-bikarinn:
Bjartey Guðmundsdóttir.

Ingunnarbikarinn er veittur fyrir stigahæsta bringusundið 12 ára og yngri og er gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur.

Bjartey Guðmundsdóttur fékk viðurkenninguna fyrir 100 m. bringusund á tímanum 1.27.27 sem gera 364 FINA stig.

Bjartey ásamt þjálfara sínum Kjell Wormdal.

Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir fengu :
Meyjur: Íris Rakel Aðalsteinsdóttir.
Sveinar: Guðbjarni Sigþórsson.
Telpur: Ngozi Jóhanne Eze.
Drengir : Rafel Andri Williamson.
Stúlkur: Ásgerður Jing Laufeyjardóttir.
Piltar: Enrique Snær Llorens.

Frá vinstri: Íris Rakel, Guðbjarni, Ngozi, Rafael og Enrique.

Viðurkenningu fyrir stigahæstu sundin:
Meyjur: Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 406 stig, 100 skriðsund 1,08,73
Sveinar: Kristján Magnússon 309 stig, 1500 skriðsund 20.53.32
Telpur: Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 479 stig, 100 bringusund 1.19,66
Drengir: Alex Benjamin Bjarnasson 285 stig, 200 skriðsund 2.30,89
Stúlkur: Brynhildur Traustadóttir 650 stig, 400 skriðsund 4.30,68
Piltar: Sindri Andreas Bjarnasson 534 stig, 1500 skriðsund 17.25.10
Konur: Una Lára Lárusdóttir 605 stig, 50m baksund 31.98 (50m laug)
Karlar: Ágúst Júlíusson 727 stig, 50m flugsund 24.94 (50m laug)

Efri röð frá vinstri: Brynhildur, Sindri, Una Lára og Ágúst. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg, Kristján, Bjartey og Alex.

Flottir sundgarpar með þáttökuverðlaunin frá Landsbankamótinu.