Íþróttamaður Þjóts á afmæli í dag – til hamingju Addi  

Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.

Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:

Íþróttamaður Þjóts er Guðmundur Örn Björnsson  en svo skemmtilega vill til að „Addi“ á afmæli í dag, 28. desember. Hann er 41 árs og óskum við hér á skagafrettir.is honum innilega til hamingju með afmælið.

Guðmundur Örn er fæddur árið 1976 og æfir með Þjóti. Guðmundur hefur æft með Þjóti í 25 ár. Á öllum þessum árum hefur hann stundað íþrótt sína af kappi. Hann er jákvæður við æfingar og keppni og spilar fyrir liðsheildina. Guðmundur varð Íslandsmeistari einstaklinga í fyrstu deild í Boccia á árinu 2017 og óskum við Guðmundi til hamingju með árangurinn. Guðmundur Örn er verðugur íþróttamaður Þjóts 2017.

Guðmundur Örn Björnsson.