Badminton-krakkarnir frá ÍA slógu í gegn á Íslandsmótinu

Skagamenn náðu frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór á heimavelli þeirra í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi. Systkinin Máni, Brynjar og María Rún voru þar framarlega í flokki ásamt félögum sínum úr ÍA. Alls fékk ÍA sjö Íslandsmeistaratitla og fjölda silfurverðlauna, og árangurinn því frábær.

Til hamingju með titlana öll sömul.

Verðlaunahafar frá ÍA á Íslandsmóti unglinga í badminton 2018.


U11 ára 
Einliðaleikur snáðar
1. Máni Berg Ellertsson ÍA
2. Viktor Freyr Ólafsson ÍA


U17 ára
A Einliðaleikur drengir
1. Brynjar Már Ellertsson ÍA
2. Andri Broddason TBR

U15 ára
Einliðaleikur meyjar
1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
2. María Rún Ellertsdóttir ÍA

U11 ára Tvíliðaleikur snáðar

1. Máni Berg Ellertsson ÍA
Viktor Freyr Ólafsson ÍA

2. Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Arnór Valur Ágústsson ÍA

 


U17 ára Tvíliðaleikur drengir

1. Brynjar Már Ellertsson ÍA
Davíð Örn Harðarson ÍA

 

U19  ára Tvíliðaleikur stúlkur

1.Þórunn Eylands TBR og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA er önnur frá vinstri. 

U11 ára Tvenndarleikur snáðar/snótir
1. Máni Berg Ellertsson ÍA
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

2. Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Sóley Birta Grímsdóttir ÍA


U15 ára Tvenndarleikur sveinar/meyjar

1. Gústav Nilsson TBR
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
2. Gabríel Ingi Helgason BH
María Rún Ellertsdóttir ÍA

 

U17 ára Tvenndarleikur drengir/telpur

1. Brynjar Már Ellertsson ÍA
Katrín Vala Einarsdóttir BH

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/03/11/tilthrif-og-gledi-a-islandsmoti-unglinga-i-badminton/